Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 110
Tímarit Máls og menningar suðri og norður til fjalla og fylgdi honum þys álfa og galdur fugla en eftir voru þrjú tár á laufi; rautt hvítt svart. En ungur sveinn laut eftir og skeytti því hvergi þótt hrópað væri á bak: þvíað orð hafði borizt. (I svörtum kufli. 11) Stíllinn á Kaldaljósi minnir oft á þetta ljóð Porsteins, einkum í fyrri hluta bók- arinnar. En á móti þessu viðamikla orð- færi sem yrði þungt á langri sögu þótt fallegt sé teflir Vigdís barnslegum stíl- einkennum með ítrekunum, bölvi, hljóðlíkingum og orðaleikjum, til dæm- is leikjum með nafn Gríms eftir því hvernig honum er innanbrjósts: Pagnar- grímur, Hræðslugrímur. Einstaka sinn- um finnst mér smekkurinn bregðast í málleikjum, eins og þegar hún lætur Gleymskuþjóninn vakna (221). Gleymskuþjónn hlýtur einmitt að vera vakandi meðan hann gætir þess að gleymskan ríki. Og íshlaup hét jaka- hlaup í minni sveit. Vigdís er óvenjulega næm á einkenni barnamáls, með einu smáorði getur hún gert setninguna heyranlega með öllum áherslum, eins og þegar Grímur segir við Alfrúnu: „ — og svo þykir mér nú vænt um myndirnar mínar.“ (85) Sam- töl eru mörg skemmtileg, albest þó á milli Gríms og Svövu, og lýsingar á hugarástandi Gríms eru oft ótrúlega lif- andi, sem dæmi má taka ótta hans við Álfrúnu í fyrsta skipti sem þau hittast. Hann hefur heyrt að hún éti börn (54-55): Hann sígur ofan á rúmið /.../ Álfrún stendur fyrir framan hann í þessum köflótta kjól með þetta hvíta hár og allt í einu byrja kaflarnir að hreyfast í kjólnum. Allt í herberginu snýst í hringi og hann sér andlit Álfrúnar einsog í þoku. Nú er stundin runnin upp. Og hann hafði sjálfur kallað á dauðann. Hann hafði sjálfur verið forvitinn um norn fjarðarins. Hon- um er nær. Hann getur skammast sín. Honum er þetta rétt mátulegt. Fíflagrímur. Og hann heyrir sjálfan sig segja einsog úr fjarlægð og rödd hans skelfur: - En ég er svo ungur. Vigdís Grímsdóttir ætlar sér stóra hluti með fyrstu skáldsögu sinni og henni hefur tekist að skrifa áhrifamikla bók sem skiptir máli og seint gleymist þeim sem les. Frágangurinn á bókinni er líka góður, hún er í fallegu broti og hlífðarkápan í hvítum og bláum litum eins og póstkort frá Grikklandi. Höfundi káputexta hef- ur að vísu ekki tekist eins vel að forðast tilgerð og höfundi bókarinnar. En þegar málið er hugsað er kápumyndin alveg út í hött þó að litirnir séu olræt. Þetta hvítkalkaða hús með þessari bláu hurð er hvergi í bókinni. Þar er margtekið fram að húsin undir Tindi séu lágreist og kolsvört. Rétta kápumyndin er á bls. 263: „Og himinninn yfir honum er blár nema eitt ský siglir inn fjörðinn. Tindur speglast í sjónum.“ Silja Aðalsteinsdóttir HVAÐ VARÐ AF STELPUNNI ELLU? Álfrún Gunnlaugsdóttir: Hringsól Mál og Menning 1987. Samvaxnar bœkur? Samhengið í bókmenntunum þekkja all- ir, a.m.k. af afspurn. Bók vex af bók vex af bók . . . Tímabilum má skipta í 500
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.