Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 110
Tímarit Máls og menningar
suðri og norður til fjalla og fylgdi
honum þys álfa og galdur fugla en
eftir voru þrjú tár á laufi; rautt hvítt
svart. En ungur sveinn laut eftir og
skeytti því hvergi þótt hrópað væri á
bak: þvíað orð hafði borizt.
(I svörtum kufli. 11)
Stíllinn á Kaldaljósi minnir oft á þetta
ljóð Porsteins, einkum í fyrri hluta bók-
arinnar. En á móti þessu viðamikla orð-
færi sem yrði þungt á langri sögu þótt
fallegt sé teflir Vigdís barnslegum stíl-
einkennum með ítrekunum, bölvi,
hljóðlíkingum og orðaleikjum, til dæm-
is leikjum með nafn Gríms eftir því
hvernig honum er innanbrjósts: Pagnar-
grímur, Hræðslugrímur. Einstaka sinn-
um finnst mér smekkurinn bregðast í
málleikjum, eins og þegar hún lætur
Gleymskuþjóninn vakna (221).
Gleymskuþjónn hlýtur einmitt að vera
vakandi meðan hann gætir þess að
gleymskan ríki. Og íshlaup hét jaka-
hlaup í minni sveit.
Vigdís er óvenjulega næm á einkenni
barnamáls, með einu smáorði getur hún
gert setninguna heyranlega með öllum
áherslum, eins og þegar Grímur segir
við Alfrúnu: „ — og svo þykir mér nú
vænt um myndirnar mínar.“ (85) Sam-
töl eru mörg skemmtileg, albest þó á
milli Gríms og Svövu, og lýsingar á
hugarástandi Gríms eru oft ótrúlega lif-
andi, sem dæmi má taka ótta hans við
Álfrúnu í fyrsta skipti sem þau hittast.
Hann hefur heyrt að hún éti börn
(54-55):
Hann sígur ofan á rúmið /.../ Álfrún
stendur fyrir framan hann í þessum
köflótta kjól með þetta hvíta hár og
allt í einu byrja kaflarnir að hreyfast
í kjólnum. Allt í herberginu snýst í
hringi og hann sér andlit Álfrúnar
einsog í þoku. Nú er stundin runnin
upp. Og hann hafði sjálfur kallað á
dauðann. Hann hafði sjálfur verið
forvitinn um norn fjarðarins. Hon-
um er nær. Hann getur skammast
sín. Honum er þetta rétt mátulegt.
Fíflagrímur. Og hann heyrir sjálfan
sig segja einsog úr fjarlægð og rödd
hans skelfur:
- En ég er svo ungur.
Vigdís Grímsdóttir ætlar sér stóra hluti
með fyrstu skáldsögu sinni og henni
hefur tekist að skrifa áhrifamikla bók
sem skiptir máli og seint gleymist þeim
sem les.
Frágangurinn á bókinni er líka góður,
hún er í fallegu broti og hlífðarkápan í
hvítum og bláum litum eins og póstkort
frá Grikklandi. Höfundi káputexta hef-
ur að vísu ekki tekist eins vel að forðast
tilgerð og höfundi bókarinnar. En þegar
málið er hugsað er kápumyndin alveg út
í hött þó að litirnir séu olræt. Þetta
hvítkalkaða hús með þessari bláu hurð
er hvergi í bókinni. Þar er margtekið
fram að húsin undir Tindi séu lágreist
og kolsvört. Rétta kápumyndin er á bls.
263: „Og himinninn yfir honum er blár
nema eitt ský siglir inn fjörðinn. Tindur
speglast í sjónum.“
Silja Aðalsteinsdóttir
HVAÐ VARÐ AF STELPUNNI
ELLU?
Álfrún Gunnlaugsdóttir: Hringsól
Mál og Menning 1987.
Samvaxnar bœkur?
Samhengið í bókmenntunum þekkja all-
ir, a.m.k. af afspurn. Bók vex af bók vex
af bók . . . Tímabilum má skipta í
500