Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 7
Sigurður Pálsson Utþrá/Heimþrá Ágætu menningarþingmenn. Ég skrifaði niður yfirskrift þessa þings gegnum síma svohljóðandi: íslensk menn- ing í ljósi alþjóðaþróunar og svo fór ég að hugsa um þetta; íslensk menning í ljósi alþjóðaþróunar, bíðum við: íslenskt, hvað er íslenskt? menning, hvað er menning? í ljósi og það fannst mér augljóst, alþjóða, hvað er það alþjóða? þróun, hvað er þróun? — og af þessum fimm orðum fannst mér ekkert augljóst og ótvírætt nema ljósið og 511 þessi orð eru einsog hús þar sem við höfurn grunninn og þakið en veggimir eru óljósir, það er að segja þessi hugtök eru opin og margræð, en við höfum ljósið, eldinn til að elda og ljósið til að lýsa og hér á ráð- stefnunni áttum við því láni að fagna að hafa Madame Catherine Lalumiére, aðal- framkvæmdastjóra Evrópuráðsins meðal okkar og það er sérstök ánægja vegna þess að hún ber okkur ljósið í nafni sínu, Lalurni- ére þýðir einfaldlega ljósið. Ég ætla að bregðast við víðtækri yfirskrift þingsins huglægt, súbjektíft, í fyrstu pers- ónu. Reyna að velta vöngum og í besta falli spyrja nokkurra spuminga en þið skuluð ekki búast við því að ég geri neina tilraun til þess að koma með svör. Ég ætla semsagt að fletta upp örfáum spilum úr spilastokknum sem merktur er íslensk menning og umheimurinn. Fletta upp spilum, en ég ætla ekki að reyna að leggja kapal með það fyrir augum að láta hann ganga upp. Það er miklu frekar hlutverk stjómmálamanna og athafna- manna. Raunar hygg ég að þetta hlutskipti menntamanns að fletta upp spilum, velta vöngum og leita að spurningum sé oftlega vanmetið. Þetta hlutverk er nauðsynlegt ekki síður en ákvarðanataka sem er alltaf svart-hvít athöfn; með því að taka eina ákveðna ákvörðun hafnar maður öllum hin- um ákvörðununum. Um þessa mótsögn milli hlutverka menntamanns annars vegar og stjómmála- manns eða athafnamanns hins vegar segir á einum stað í bókinni Vonin eftir André Mal- raux: Mikilhæfur menntamaður er sá sem ein- beitir sér að blæbrigðum, stigsmun, eig- inleikum, flóknum hlutum og sannleik- anum óháðum öllu öðru. Hann er á móti svart-hvítum þankagangi. En möguleik- ar til að aðhafast eitthvað eru í svart- hvítu vegna þess að allar athafnir eru annað hvort eða. TMM 1991:2 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.