Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 19
stuðning í villukenningunum og hinum úreltu hugmyndum, var hún
hræðileg bók og höfundurinn vitlaus maður. Þvílíkt svín hafði aldrei áður
sést arka út á ritvöll íslenskra bókmennta. Það voru auðvitað pólitísku
skoðanimar og árás mín á klerka og kirkju, sem hleypti illu blóði í menn.
En hræsnin varð að finna sér vegi, sem hægt væri að hylja undir einhverju
óeigingjarnara yfirskini. Þess vegna var mér fundið það til foráttu, að ég
færi með siðlaust orðbragð: guðlast, klám, blót og formælingar. Óléttu-
kaflinn var notaður sem sönnun þess að ég væri genginn af göflunum.
Það getur enginn maður með öllum mjalla ímyndað sér svo vitfirr-
ingslega fjarstæðu að hann sé óléttur. En því var alveg gleymt, að kaflinn
er ekki lýsing á hugmyndum fullorðins manns, heldur bams, sem ekki
ber neitt skyn á lögmál kynferðismála. Þannig kappkostuðu andstæðing-
ar bókarinnar að nota hvert það atriði, sem þeir héldu að gæti orðið mér
til háðungar. Sumir fylltust svo mikilli óvild í minn garð, að þeir höfðu
á orði að það ætti að flytja mig burt úr landinu. Þetta hatur fékk
endumýjaðan þrótt haustið 1925, þegar ég birti á prenti Opið bréf til Áma
Sigurðssonar fríkirkjuprests og síðar Eldvígsluna.
(Bls. 272-276).
Rithöfundur
Bréf til Lám var ekki hugsað upphaflega sem bók né upphaf að
rithöfundarferli. Það var aðeins hugsað sem einfalt sendibréf og
tilorðið sem innblástur augnabliksins. Eg hafði aldrei hugsað
mér að verða rithöfundur. Ég hafði aldrei haft neina löngun til
þess. Ég fann ekki til þess nægilega hæfileika hjá sjálfum mér.
Og þar að auki var ég að eðlisfari feiknarlega krítiskur bæði á
ljóð og óbundið mál. Tilfinning mín fyrir bundnu máli var orðin
svo nákvæm og hárfín, að mér fannst ég finna á augabragði á
hvaða stigi vísa eða kvæði stóð sem listrænt verk. Ég fann undir
eins, hvort þetta var hinn ósvikni tónn, hin sanna nóta, hvaða orð
voru vel sögð eða rétt orðuð og hver hljómuðu falskt eða ósvikið,
hvort kvæðið var vel uppbyggt eða óskapnaður.
Að sama skapi þroskaðist smekkur minn á óbundið mál, að
því að mér fannst. Ég sá alls staðar galla á máli, stíl og hugsun, fannst
flestar bækur leiðinlega skrifaðar, og gagnrýni mín á sjálfs míns skrif
varð næstum takmarkalaus. Ég margskrifaði næstum hverja setningu,
velti fyrir mér hverju orði. Og þegar ég hafði að lokum hreinskrifað allt
TMM 1991:2
17