Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 110
myndir flestar bæði skemmtilegar og fróðlegar. Um þessi atriði verður þó lítið fjallað hér að neðan en því meir um efni og efnisumfjöllun. Bókin er öðrum þræði saga Gests Guðmunds- sonar. Verst er hins vegar að það kemur hvergi beinlínis fram. Rokkið byrjar að sögn í gagn- fræðaskólunum meðan Gestur horfir aðdáunar- augum á gaggógæjana, fyrirmyndir sínar. Það brýst yfir í menntaskólana þegar Gestur kemur þangað og rokkið varð allt í einu merkilegt menningarlegt viðfangsefni. I háskóla varð allt mjög þjóðfélagslegt, eða eins og segir á bls. 100: „... þegar líða tók á áratuginn færðist þessi þungamiðja meira til ungs fólks í framhalds- námi“. Þungamiðjan færðist í menntaskólana einmitt þegar Gestur var þar og yfir til róttækra háskólanema einmitt þegar hann fór þar um. Síðan vakti pönkið tímabundnar vonir um að hægt væri að rífa rokkið frá gróðavél auðhyggj- unnar, en það reyndist bara tál. Og nú er allt búið, eða svo er að skilja í lok bókarinnar. Æskan á sér ekki lengur von um hlutverk í rokkinu, nú er „brot af æsku í öllum æviskeið- um“ (bls. 265). Gestur gerist gamall en finnur enn æskuna innra með sér og omar sér við minninguna um að hann hafi fylgt einstæðri bylgju sögulegrar uppreisnar frá upphafi til enda. Er það ekki dálítið dæmalaus tilviljun að rokkið hafi einmitt orðið til þegar höfundur man fy rst eftir tónl ist og það sé búið eða komið á eins konar æðra kynslóðalaust tilverustig einmitt þegar hann getur ekki með nokkru móti talið sig til æskunnar lengur? Þannig er þetta saga Gests, tilraun hans til réttlætingar á sínum tónlistar- smekk og viðhorfum. En æskulýðsuppreisnin hefur sinn gang, næst snýst hún bara gegn Gesti og hans hallærislegu viðhorfum. En gætum nú að, því þetta er ekki bara saga Gests, þetta er líka saga mín. Hér að ofan mætti án teljandi vandræða setja nafn undirritaðs í stað Gests og það þó að viðhorf okkar hafi alla tíð verið nokkuð ólík. Það er sem sagt þrátt fyrir allt einhver samnefnari í þessu rokki þegar allt kemur til alls. En ég trúi því ekki að við Gestur séum fæddir á einhverju útvöldu tímaskeiði sem spannar allt sem merkilegt er í dægur- tónlistarsögunni og ég vona raunar að hann trúi því ekki heldur. Eftir lestur bókarinnar getur maður þó haldið hið gagnstæða og ég er raunar ekki frá því að hér fari ein meginhugsanavilla okkar kynslóðar. Við séum merkilegri en aðrar kynslóðir, rokkið og ’68-byltingin sýni það og sanni. En þetta er óskapleg söguleg þröngsýni. En víkjum nú að ýmsum atriðum sem vekja upp spumingar við lestur bókarinnar. Gott er að höfundur fellur ekki í þá freistni að gefa flytj- endum og efni þeirra stjömueinkunn eins og sumir dægurlagafræðingar og kemur þannig í veg fyrir að eigin smekkur subbi texta bókar- innar meir en raun ber vitni. Mér finnst hann gera óþarflega mikið úr textaboðskap rokksins. Það sem gerði rokkið einmitt að enn meira alþjóðafyrirbrigði en eldri dægurtónlist var einmitt að textinn skipti minna máli en áður. A fyrstu ámm rokksins var mikil samstaða um það um heim allan einmitt vegna þess að textarnir voru nánast ekki neitt, auð- lærðir frasar vom endurteknir í síbylju og eng- inn þurfti að hugsa neitt. Strax og textagerð innan rokksins gerðist viðameiri varð vemlegur klofningur og það var ekki nema á allra fyrstu árunum sem rokkaðdáendur voru ein hjörð. Síðan þá hefur gengið á með klofningi á klofn- ing ofan. Þessi hjörð varð meira að segja svo stór í Bandaríkjunum að hún náði yfir í bæði sveitatónlistina og svertingjatónlistina. Fyrstu alheimssmellir Elvis Presleys lögðu líka undir sig vinsældalista sveitatónlistar og ryþmablús- listana. Þetta hefur aldrei gerst síðan, ekki held- ur þegar Bítlarnir voru og hétu. I formála bókarinnar segir að löngu sé tíma- bært að skrifa sögu íslenska rokksins og tek ég heils hugar undir þá skoðun. Bókinni er skipt í kafla sem allir em eðlilegir. í upphafi hvers kafla er sett upp með feitu letri einhvers konar lýsing á andrúmslofti þess tíma sem fjallað er um hverju sinni. Þetta tekst vel, en þó má hnýta í undarlegt stflbrot sem verður á þessum skrifum frá og með IV. kafla en þar 108 TMM 1991:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.