Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 72
ég reyndar tæpti á í umfjölluninni um
Nietzsche.
Ætla má að skynjun okkar sé gegnsýrð
tilfinningum, gildismati og hugmyndum
um veruleikann. Þessu til staðfestingar
skulum við líta sem snöggvast á sjónina.
Hvað er að horfa, hvað er að sjá? Þegar við
horfum á eitthvað beinum við sjónum að
einhverju sem vekur áhuga okkar, hræðir
okkur, gleður, vekur viðbjóð eða aðdáun.
Ég segi stundum bæði í gamni og alvöru að
við fellum gildisdóma með augunum, í
brennidepli er ævinlega það sem skiptir
okkur mestu máli innan sjónhringsins.
Eitthvað svipað gildir um önnur vit, við
einbeitum okkur að því að hlusta á tónlist
og skellum skollaeyrum við öðrum hljóð-
um á meðan, vínsmakkarinn „beinir“
bragðlaukum sínum að ákveðnum eigind-
um vínsins o.s.frv. Skynjun okkar virðist
því bundin kenndum og gildum órjúfandi
böndum. Og eins og sjá má af dæmunum
sem ég tók einbeitir skáldið sér oftast að
þessum þætti skynjunarinnar. Og ég get
ekki stillt mig um að bæta enn einu dæminu
við. í einkar snoturri smásögu, „Snjór í
París“, lýsir Thor Vilhjálmsson því hvemig
sálarástand sögupersónanna litar skynjun
þeirra á nýföllnum snjó. Höfundur gefur
okkur kost á því að sjá snjóinn með augum
persónanna, en slíkt gæti vísindaleg rann-
sókn á skynjuninni tæpast gert.18
Nú er skynreynslan vafalítið mikilvæg-
asta hráefni þekkingarinnar, án hennar eng-
in þekking, ekkert vit án vita! En án gilda
og kennda væri heldur engin skynreynsla.
Skáldið getur veitt innsýn í þá þætti reynsl-
unnar sem varða gildi og kenndir; þar af
leiðandi stendur skáldleg innsýn undir
nafni.
En bjöminn er ekki unninn enn. Þögul
vissa og staðhæfingar um staðreyndir eiga
það sammerkt að vera prófanlegar. Auk
þess em til yrðingar sem em röklega sannar,
t.d. yrðingin „piparsveinn er ókvæntur
maður“. Skáldleg innsýn aftur á móti er
tæpast prófanleg í neinum venjulegum
skilningi orðins og skáldlegar yrðingar
hreint ekki röklega sannar. En em ekki
reynslan og rökvísin einu uppsprettulindir
mannlegrar þekkingar? Er þá nokkuð meiri
þekkingarauki að skáldlegri „innsýn“ en
óráðsómm köldusóttarsjúklings?
En við getum lært af „skarpvitra gagn-
rýnandanum“ að staðhæfingin (S), „öll
þekking er ýmist reynsluþekking eða
rökleg þekking“ er tæpast sönn í krafti
reynslu. Við getum ekki staðhæft að svo sé
án þess að gefa okkur það sem við ætlum
að sanna, nefnilega að reynslan sé upp-
sprettulind þekkingarinnar. Og (S) er aug-
Ijóslega ekki röklega sönn, það er hægt að
hafna henni án þess að lenda í röklegri
mótsögn. „In my beginning is my end“, (S)
fellur um sig sjálfa.
Þessi rök gegn hefðbundinni raunhyggju
em gömul og margtuggin, nú síðast af mér
í greininni „Listin og spekin“, reyndar í
dálítið annarri mynd. En af rökfærslunni
má draga þær ályktanir að þekkingin hafi
ekkert gefið eðli, engan kjama sem blikar
innst inni. Það er enginn hvirfilpunktur í
stormviðrum hennar versu, enginn „still
point in the turning world“.19
„Þekkingu“ nefni ég „slönguhugtak“, það
er sem slanga er bítur í halann á sjálfri sér.
Altækar staðhæfingar um eðli þekkingar-
innar hafa nefnilega sjálfar sig að viðfangs-
efni. En viti ég það þá veit ég altént nokkuð.
Og með því að gera hina hefðbundnu rök-
semdafærslu gegn (S) að minni hef ég rétt
eins og „skarpvitri gagnrýnandinn“ viður-
70
TMM 1991:2