Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 34
Svo varð dálítil þögn. Elskar hún mig? Hefur bókin hrifið? Hún hélt áfram að horfa skáhallt fram hjá mér. „Það er kalt úti núna.“ „Já.“ „Það er svo kalt hér inni á nóttinni, að það frýs í koppnum mínum.“ Hún brosti. Þá tók ég í hendina á henni og dró hana til mín á rúmstokkinn, tók utan um hana og þrýsti henni að mér. En það vareins og henni þætti ekki neitt vænt um það. Hún var eins og máttlaust slytti, sagði ekki neitt, gerði ekki neitt. „Má ég kyssa yður? Eg vil ekki gera það, nema með yðar leyfi.“ „Nei. Eg er trúlofuð.“ „Trúlofuð — dönskum manni?“ „Já, hann er danskur." „Þorðuð þér virkilega að trúlofast honum?“ „Já, því ekki það?“ „Það er hættulegt að trúlofast dönskum sjómönnum. Þeir meina ekkert með því.“ „Jú, unnusti minn gerir ekkert, sem hann meinar ekki.“ „Og ætlar hann að setjast að hér?“ „Nei. Við ætlum að búa í Kaupmannahöfn.“ „Farið þér þá bráðlega?" „Já, ég fer rétt fyrir næstu mánaðamót.“ Mér sortnaði fyrir augum. Það var eins og ég væri staddur á litlum bát úti á miðju Atlantshafi. í örvæntingu minni greip ég um höfuðið á henni, þrýsti henni að mér og kyssti hana. Hún streittist á móti. Aðeins einn. Svo stóð hún upp, kvaddi mig með handabandi og flýtti sér út. Það, sem eftir var mánaðarins, sá ég hana hér og þar á ferli á götum bæjarins. Hún gekk eins og hún væri að gera sífelld innkaup eða að kveðja kunningjafólk. Það var auðséð, að henni var alvara með að fara. Skömmu fyrir mánaðamótin brá til þýðviðra og sunnanhlýju. Hin bláa vormóða breiddi sig mildilega yftr götum og sundum. Loftið var þakið blágráum skýjabólstrum. Og manni fannst vera hiti í veðrinu eftir hina miklu kulda. Eg var á rölti þessa daga hér og þar um götumar, og öðru hvoru sá ég bregða fyrir blárri kápu á sífelldu ferðalagi aftur og fram um bæinn. Það er víst áreiðanlegt. Hún ætlar að fara. Svo kom burtfarardagur Botníu. Hún lá uppi við hafnarbakkann og klukkan var orðin hálf sex. Drungalegt veður með þýðu og logni. Ennþá 32 TMM 1991:2 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.