Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 30
úrlega væli þessara tíma, að það var ekki nokkur minnsta leið fyrir mig að fara að úthella hjarta mínu. Eftir að ég skildi við Stefán frá Hvítadal umgekkst ég aðeins tvo menn, sem mér fannst að hefðu „innra vit“ á skáldskap. Það voru Erlendur Guðmundsson og Vilmundur Jónsson. Ég spurði þá aldrei um, hvemig þeim þætti skáldskapur minn. En ég fann, að þeir höfðu gaman að honum. En þegar ég spurði sjálfan mig, hvort ég gæti stuðst við dómgreind þeirra, þá varð svarið aðeins ný spurning: Hafa þeir þá hið absolúta vit á skáldskap? Þannig lifði ég í eilífri óvissu um gildi skáldskapar míns, og þó ég væri eða léti sem ég væri ánægður yfir því hóli, sem ég fékk hjá hinum og þessum fyrir rímirí mitt, þá þótti mér undimiðri ekkert í það varið að fá hrós, frá fólki sem ég áleit að hefði lítið eða ekkert vit á skáldskap, að minnsta kosti ekki hið absolúta skáldaeyra. Líkast til hefur enginn Reykvíkingur litið með minni fögnuði en ég til jólanna 1914. Ég átti engin föt önnur en útslitna garma, sem ég hafði gengið í í tvö ár, aðeins götug stígvél og engan eyri fyrir brennivínsflösku á aðfangadagskvöldið, og nærfötin mín höfðu ekki verið þvegin síðan í október um haustið. Ég braut dag eftir dag heilann um, hvemig ég gæti ráðið fram úr þessum vandræðum. En heilabrot mín urðu bara til þess að sannfæra mig um, hvað það væri heimskulegt að eyða tímanum í heila- brot um svo ósigrandi viðfangsefni. Þá bar það til einn dag að ég fór að blaða í ofurlitlum bæklingi, heftum saman með hvítum tvinnaspotta, í kápu úr þykkum, gráum umbúða- pappír. Bæklingurinn var útskrifaður með kvæðum eftir mig. Það var ofurlítið safn, sem nokkrir kunningjar mínir höfðu beðið mig að gefa sér uppskrifað og þeir höfðu venjulega borgað mér fyrir tvær krónur, en það var verð á hálfum skósólum. Nú var eins og sagt væri við mig, að ég skyldi gefa þetta safn út fyrir jólin til þess að ég gæti fengið mér föt og skó. Ég bar þessa hugmynd undir nokkra kunningja mína, og þeir hvöttu mig til að gera þetta. Og þá var lánstraust mitt svo lítið hjá prentsmiðjum, að ég varð að fá ábyrgðar- menn til [aðj tryggja prentsmiðjunni kostnaðinn. Bæklingurinn var síðan prentaður í Gutenberg. Hann var 16 blaðsíður og hlaut nafnið Hálfir skósólar. Og höfundurinn var Styrr Stofuglamm. Bæklinginn seldi ég sjálfur, fékk stráka til þess að bjóða hann á götunum og stjómaði útsölunni úr pappírsskúr, sem var bak við prentsmiðjuna Gutenberg. Þar hafðist ég við í nokkra daga og afgreiddi handa strákunum nýjar birgðir, þegar þeir höfðu selt þær fyrri. Bæklingurinn seldist ágætlega. Þetta var nýjung, óvenjulegur tónn, ekkert líkt því, sem áður hafði sést. Og fyrir 28 TMM 1991:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.