Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 51
hliðstæður, tvískiptur veruleiki þar sem á yfirborðinu er regla en undir niðri óreiða. Bruce Wayne er einfaldur og viðfelldinn maður sem virðist ekki þurfa að hafa mikið fyrir lífi sínu. Hann tekur þátt í daglegu amstri borgarinnar en þegar rökkvar, fer hann í leðurblökubúninginn og hverfur inn í annað samfélag, undirheima borgarinnar, til þess að eita uppi glæpamenn. Hann breytist í dýr sem lifir til þess að hefna fyrir foreldramissinn. Hann erpersónugervingur borgarinnar þar sem andstæðumar takast á um yfirráðin. Batman er þó sjálfráður gerða sinna, að mestu leyti. Hann er Bruce eða Batman og skiptir um hlutverk eftir því sem honum hentar. Bmce lifir samkvæmt lögum og reglum sem banna honum að elta glæpa- menn til þess að hefna aðskilnaðarins við foreldrana, Batman er undankomuleið, far- vegur fyrir tilfinningar sem Bruce er ekki leyft að sýna eða fara eftir. Veruleiki Got- hamborgar er tvískiptur á sama hátt, heil- brigt hversdagslíf borgarinnar og spillt „næturlíf ‘ hennar eru tveir aðskildir heimar þar sem Batman flakkar á milli. Þar er um að ræða árekstur tveggja táknkerfa, form- festu daglegs lífs og óreiðu næturinnar. Sá hluti Wayne sem er Batman, grundvallast á þeim aðskilnaði, þeirri eilífu þrá sem myndast við aðskilnað bams við móður sína, þegar heimurinn þröngvar honum til að standa á eigin fótum, hrifsar af honum báða foreldrana. Wayne bregst við með því að kljúfa persónu sína þar sem dýrsleg þrá hans og tilfinningaofsi fá útrás með ofbeldi gegn þeim sem drápu foreldra hans. Batman setur samasemmerki á milli morðingjans, og allra glæpamanna. Allir glæpamenn eru vondir, hann hefur því ein- kenni ofsóknarbrjálaðs geðklofa. Það er svo ekki fyrr en með uppgangi vísinda- skáldsagnanna í lok 6. áratugarins sem persóna Batmans fer að verða persónu Bruce Wayne yfirsterkari, óreiðan ryðursér til rúms í hversdagsleikanum. Geöklofinn í Gothamborg í Detective Comics númer 250, í desember árið 1957, berst Batman við glæpahneigða geimveru frá plánetunni Skar. „Skyndilega var Batman og Robin kippt út úr myrkri veröld götusunda og húsþaka og fleygt inn í aðrar víddir og ókunn sólkerfi.“2 Batman og Robin lentu í ótal hremmingum upp frá þessu, og á tímabili birtist varla sú saga með þeim kumpánum að annar þeirra eða báðir, umbreyttust ekki á hryllilegan eða þá spaugilegan hátt fyrir tilstilli geimvera eða dularfullra vísindamanna, geisla eða eitur- efna o.s.frv. Batman þarf þá allt í einu að kljást við geimverur og glæpamenn á vett- Geislarog geimverur. (Úr Tales of the Dark Knight.) TMM 1991:2 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.