Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 21
meira virði en t.d. spekulationir ólærðra manna í málfræði eða náttúm- vísindum. En til þess að hafa þvílíka þekkingu á lífinu, þurfa menn að studera lífið út og inn. Rómanahöfundur, sem getur ætlast til þess að vera tekinn alvarlega, þarf fyrst og fremst að þekkja niður í kjölinn það umhverfi, sem hann ritar um. Hann þarf að þekkja út í ystu æsar hugsunarhátt fólksins, tilfinningar þess, mál þess, sögu þess, menningu þess. Hann þarf einnig að vita mikið í náttúrufræði, eðlisfræði, sálarfræði, jafnvel svo og svo mikið í stjömufræði, mannfræði, hausafræði, andlits- dráttafræði o.s.frv. Hann verður að hafa skarpa eftirtektargáfu og umfram allt að geta séð einkenni hlutanna eins og þau eru. Hann verður líka að vita svo og svo mikið í hagfræði og pólitík. Þessar skoðanir mínar á eðli skáldsagnagerðar gerðu það meðal annars fleira að verkum að ég lagði aldrei inn á þá braut bókmenntanna. En þess í stað valdi [ég] mitt sérstaka ritform, sem er nýtt í íslenskum bókmenntum og sennilega mesta nýjung í bókmenntum vomm síðan Bjami Thorarensen [og] Jónas Hallgrímsson innleiddu rómantísku stefn- una. Mitt annað mein var það að mér fannst flest af því sem ég las svo ófrumlegt, svo lrkt staglinu í öllum hinum, að ég fékk viðbjóð á því bókmenntaformi, sem þeir notuðu. Þetta var ekki nein afleiðing af leit eftir einhverju fmmlegu, ekki heldur neitt sérviskupot til þess að vera öðmvísi en aðrir. Þetta var eiginleiki, sem lá í eðli mínu, sem alltaf frá því ég man fyrst eftir mér, gerði öðru hvom vart við sig, en ekki náði fullum tökum á mér fyrr en árið 1914 (?). Það bókmenntaform, sem ég hef notað er því alls ekki ávöxtur af leit. Það hefur sprottið ósjálfrátt fram úr fylgsnum sálar minnar. Ég vil ekki fullyrða neitt um það, hvort þetta form mitt er betra en hinar gamaltroðnu götur. En það, sem ég vildi segja, það er það, að það er nýjung. Bréf til Láru, íslenskur aðall og að nokkru leyti Pistilinn skrifaði . . . eru eina nýjung, sem komið hefur fram í íslenskum bókmenntum í síðastliðin 100 ár. Þótt ég sé mjög rómantiskur í aðra röndina, þá er ég á hinn bóginn miskunnarlaus raunsæismaður. Ég kappkosta af öllum kröftum að setja mér hlutina fyrir sjónir eins og þeir eru og að velja hverjum þeirra nákvæmlega þau orð, sem mér hefur fundist passa þeim. Og í því liggur að nokkru leyti líf frásagnar minnar, að mér hefur tekist að nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Vegna þess að ég var realisti vakti það lengi fyrir mér, að studera systematiskt ýmsar fræðigreinar til þess að geta skrifað um lífið, eins og það er. Ég hafði þegar studerað svo mikið íslenska tungu, íslenskar fornbókmenntir, stjörnufræði, spíritisma, yogavísindi og guðspeki, að TMM 1991:2 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.