Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 78
sjálfur geti nokkum tíma orðið — að hann
muni aldrei geta keppt við þá. En síðar,
þegar hann hefur afkastað töluverðu og öðl-
ast sjálfstraust sem rithöfundur, lærir hann
að meta gömlu bækumar, og að færa sér
þær í nyt í sínum eigin verkum. Þar með er
ekki sagt, að hann hætti alveg að líta á
fombókmenntir gagnrýnisaugum, en við-
horf hans til þeirra er í betra jafnvægi, það
er þroskaðra en áður. í Sjálfstœðu fólki
(1934-1935), sem kom út á undan þeim
skáldsögum Halldórs sem ég minntist á
framar, kemur skuld hans við íslenskar bók-
menntir fyrri alda fyrst skýrt fram í þeim
rímum sem hann leggur Bjarti í Sumar-
húsum í munn; en ef til vill segir það nokk-
uð um þróun hans, hvað ótta við áhrif
snertir, að hann gefur þessari bók undir-
titilinn „hetjusaga“, sem að sjálfsögðu á
mjög vel við margar þeirra fomu frásagna
sem hann hafnaði skilyrðislaust sem ungur
maður.
Syndafalliö í Pilti og stúlku
„Ég held ifirleitt að ekki sé hægt að læra að
skrifa níja íslensku af gamalli íslensku; það
þarf eitthvað annað“, skrifaði Halldór Lax-
ness árið 1923, sem fyrr segir. Slíkar
áhyggjur eða kvíði hljóta að hafa búið að
baki hjá þeim höfundum sem skrifuðu
fyrstu íslensku skáldsögumar á 19. öld.
Hvemig áttu þeir að fara að því að skrifa
löng verk á íslensku í óbundnu máli án þess
að búa til náttúrulausa stælingu á fomsög-
unum? Þeim var að sjálfsögðu mjög í mun
að hafna áhrifum fomsagnanna, jafnvel þó
að þeir hafi sennilega ekki gert það á eins
meðvitaðan og ákveðinn hátt og Halldór
/ # /
gerði. I ágætri bók um Ast og útlegð: form
og hugmyndafrœði í íslenskri sagnagerð
1850-1920 (1986), bendir Matthías Viðar
Sæmundson á það, að í Pilti og stúlku, sem
út kom árið 1850 og er fyrsta skáldsagan
sem hann tekur til rækilegrar meðferðar, sé
margt sem minni á hjarðskáldskap. Hér hef-
ur hann helst í huga lýsingarnar á náttúru
og sveitalífi í dalnum á Austurlandi þar sem
elskendumir tveir, Indriði og Sigríður, pilt-
ur og stúlka titilsins, alast upp, hvort sínum
megin við ána, sem fellur eftir miðjum
dalnum. Svo sem kunnugt er, er margt fleira
en aðeins áin, sem skilur þau að í rás sög-
unnar, sem gerist ekki öll í dalnum fyrir
austan; en loks hittast þau aftur í Reykjavík,
og þegar misskilningi hefur verið mtt úr
vegi fara þau austur og giftast. Um þessa
skáldsögu farast Matthíasi Viðari svo orð:
Upphafs- og lokalýsingar sögunnar sýna
ídealan heim og sækja snið sín í mýþu, sem
við þekkjum vel úr sögu Adams og Evu í
Biblíunni. Ferill söguhetjanna er og svip-
aður. I upphafi er eining en síðan kemur
mótsögnin til sögu: fallið, útreksturinn úr
paradís. Þær hrekjast úr hvamminum inn í
demónskan og spilltan heim en komast þó
til baka að lokum andstætt frumforeldr-
unum. (Bls. 52).
Margir íslenskir höfundar um miðja 19. öld
hefðu getað þekkt þessa mýþu eða goðsögn
ekki aðeins úr Biblíunni heldur líka úr þýð-
ingu Jóns Þorlákssonar á Paradísar missi,
sem fyrst kom út í heild árið 1828. Fyrstu
Ijóð kvæðsins — sem er tólf ljóð alls —
komu hins vegar út í þýðingu Jóns í bindum
nr. 13-15 af Riti þess konúngliga íslenzka
lœrdóms-listafélags á árunum 1794—1798.
Að þessum þremur ljóðum mun ég beina
sjónum þegar ég vitna í þýðinguna hér á
eftir, enda hafði ég ekki aðgang að þýð-
76
TMM 1991:2