Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 22
mér fannst ég geta sett stimpil veruleikans á hvert mitt ritverk, sem snerti
þessi fræði. En það var einnig hugsjón mín að studera grasafræði,
jarðfræði, dýrafræði, mannfræði, meira sálarfræði og pólitík til þess að
forðast öil vanþekkingargöt í hugsun og framsetningu. En þessi löngun
varð aldrei neitt meira en lokkandi draumur, að pólitíkinni undanskilinni,
þó var ég æfinlega mjög óánægður með þekkingu mína á þessu lífræna
sviði. Og svo komst hugur minn áður en mig varði inn á nýjar brautir.
(Bls. 279-286).
Stööur
Ég fullyrði að [engin] fyrirbrigði í heiminum hafa
haft eins lítið aðdráttarafl í vitund minni eins og
stöður og embætti, og það hefur verið eitt af því
óskiljanlegasta, sem mér hefur mætt á lífsleiðinni, að
sjá hvað menn hafa verið sólgnir í þessi veraldar-
gæði. Að mega hugsa í ró og næði, að geta haft tíma
til að spjalla við kunningja mína, að mega lesa og
studera og skrifa, þegar mig hefur langað til, — þetta
hefur verið fyrir mig það eftirsóknarverðasta í lífinu.
En að fara að þræla sér út í stöðum og embættum,
sem maður í flestum tilfellum er illa fær um að rækja,
aðeins til þess að aðrir líti upp til manns eða til þess
að geta étið fínni mat, gengið fínni til fara, búið í fínni
húsakynnum, geta farið oftar á bío, hafa ráð á að vera
oftar fullur, — þetta hefur staðið fyrir mínum hugskotssjónum sem
einhver sú vanvirðulegasta sjálfssaurgun sem [ég] hef getað hugsað mér.
Þrátt fyrir þetta varð ég yfirfallinn af einni stöðu á æfi minni.
Það var einn dag í septembermánuði 1919 (?), að Jakob Jóh. Smári
komi heim til mín og bað mig að taka að mér íslenskukennslu í iðn-
skólanum. Hann hafði kennt þar íslensku undanfarin ár, en hafði nú
fengið kennarastöðu við menntaskólann.
„Nei, vinur minn, það get ég ekki. Ég er enginn maður til að kenna.“
„Hvaða vitleysa. Þú getur vel kennt. Ég er viss um, að þú yrðir góður
kennari."
„Góður kennari! Guð almáttugur! Nei, ég ber það ekki við.“
Svo liðu nokkrir dagar. Þá kom Jakob aftur og lagði nú mjög fast að
20
TMM 1991:2
J