Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 22
mér fannst ég geta sett stimpil veruleikans á hvert mitt ritverk, sem snerti þessi fræði. En það var einnig hugsjón mín að studera grasafræði, jarðfræði, dýrafræði, mannfræði, meira sálarfræði og pólitík til þess að forðast öil vanþekkingargöt í hugsun og framsetningu. En þessi löngun varð aldrei neitt meira en lokkandi draumur, að pólitíkinni undanskilinni, þó var ég æfinlega mjög óánægður með þekkingu mína á þessu lífræna sviði. Og svo komst hugur minn áður en mig varði inn á nýjar brautir. (Bls. 279-286). Stööur Ég fullyrði að [engin] fyrirbrigði í heiminum hafa haft eins lítið aðdráttarafl í vitund minni eins og stöður og embætti, og það hefur verið eitt af því óskiljanlegasta, sem mér hefur mætt á lífsleiðinni, að sjá hvað menn hafa verið sólgnir í þessi veraldar- gæði. Að mega hugsa í ró og næði, að geta haft tíma til að spjalla við kunningja mína, að mega lesa og studera og skrifa, þegar mig hefur langað til, — þetta hefur verið fyrir mig það eftirsóknarverðasta í lífinu. En að fara að þræla sér út í stöðum og embættum, sem maður í flestum tilfellum er illa fær um að rækja, aðeins til þess að aðrir líti upp til manns eða til þess að geta étið fínni mat, gengið fínni til fara, búið í fínni húsakynnum, geta farið oftar á bío, hafa ráð á að vera oftar fullur, — þetta hefur staðið fyrir mínum hugskotssjónum sem einhver sú vanvirðulegasta sjálfssaurgun sem [ég] hef getað hugsað mér. Þrátt fyrir þetta varð ég yfirfallinn af einni stöðu á æfi minni. Það var einn dag í septembermánuði 1919 (?), að Jakob Jóh. Smári komi heim til mín og bað mig að taka að mér íslenskukennslu í iðn- skólanum. Hann hafði kennt þar íslensku undanfarin ár, en hafði nú fengið kennarastöðu við menntaskólann. „Nei, vinur minn, það get ég ekki. Ég er enginn maður til að kenna.“ „Hvaða vitleysa. Þú getur vel kennt. Ég er viss um, að þú yrðir góður kennari." „Góður kennari! Guð almáttugur! Nei, ég ber það ekki við.“ Svo liðu nokkrir dagar. Þá kom Jakob aftur og lagði nú mjög fast að 20 TMM 1991:2 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.