Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 33
henni ekki samferða. Það er dónalegt að vera ungri stúlku samferða á götu. Svo leið veturinn fram að jólum. Hún kom sjaldnar í Unuhús en hún átti vanda til. En ég sá hana öðru hvoru álengdar á götu. En þá tók ég venjulega á mig krók. „Það er óviðeigandi,“ sagði ég við sjálfan mig, ,,[að] mæta stúlku á götu, sem maður elskar.“ Þegar kom fram á jóla- föstuna sá ég hana oft í fylgd með dönskum manni, sem hér hafði orðið innlyksa um haustið vegna styrjaldarhættu. Þau stóðu stundum hér og þar í þröngum sundum, þegar tók að rökkva á kvöldin. „Það er eitthvað óhreint í þessu,“ sagði ég við sjálfan mig. En næsta dag kom hún upp í Unuhús, og þá sannfærðist ég um að það væri ekkert óhreint í því. Ég spurði hana aldrei um bókina. Hún var sá rauði þráður, sem tengdi okkur saman. Þegar hún er háttuð á kvöldin Ies hún auðvitað í bókinni og þá hugsar hún: „Þessa bók á Þórbergur Þórðarson. Það hlýtur að vera gáfaður maður, sem á svona góða ljóðabók.“ En svo sá ég hana næsta dag fyrir utan dymar á Gamla bíó í Bröttu- götu. Danski maðurinn var með henni. Hann var grannvaxinn, snoppu- fríður og ómerkilegur. Þau vom að fara [inn]. „Hvert í helvíti," hugsaði ég. „Er það þá svona? Hann hlýtur að fá eitthvað hjá henni, fyrst hann býður henni á bíó.“ Daginn eftir keypti ég mér kogesflösku og blandaði hana með vatni [og] rauðum dropum. Ég var í óvissu. Hvað ætti ég að gera? Ég fór heim til kunningjakonu minnar inni á Laugavegi, stórviturrar manneskju, sem þekkti mannshjartað út og inn. Ég sagði henni alla söguna. Og hún svaraði: „Reyndu að hafa mannskap í þér til að ná í helvítis stelpuna.“ „Ég vil ekki ná í neitt.“ Og ég hélt áfram að horfa upp á hana hér og þar í sundum og mjóum götum. Hún var alltaf að verða fallegri og fallegri. Svo komu frostin miklu upp úr nýárinu. Ég sá hana ekki lengur neins staðar á götu. „Þetta hefur ekkert verið,“ sagði ég. Einn dag, þegar frostin vom sem mest sat ég inni í herberginu mínu og sökkti mér niður [í] fomar vísnaskýringar. Það skíðlogaði í ofninum. Þá var barið að dymm litlu fyrir ljósaskiptin. Ég opnaði hurðina. Það var hún sem stóð utan við þröskuldinn. Hún kastaði á mig kveðju eins og hún væri að heilsa veggnum bak við mig. Hún er auðvitað feimin. Svo gekk hún rakleitt að ofninum og lyfti fótunum á víxl upp að eldholinu. Svo sagði hún: „Hér er ég komin með bókina.“ „Jæja, þakk fyrir. Viljið þér ekki gera svo vel og setjast hér á stólinn?“ Og hún lét sig detta niður á stólinn, eins og hún væri annars hugar. TMM 1991:2 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.