Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 103
Ritdómar Að eiga athvarf í minningum Thor Vilhjálmsson: Náttvíg. Mál og menning 1989. 245 bls. Ég held að það sé ekki misskilningur minn að samtími Thors Vilhjálmssonar hafi komið sér lipurlega undan því að meta skáldverk hans af sanngirni og yfirvegun og ætli slíkt mat síðari tímum. Ráðleysi þjóðarinnar í samskiptum við mestu skáld sín hverju sinni og vanmat hennar á verkum þeirra hlýtur að fara að flokkast sem þjóðleg hefð, svo rammt kveður að því í bók- menntasögu landsins. Af tillitssemi við þjóð mína vil ég ekki saka hana um beina fólsku í þessum samskiptum og tek því ekki af fullri hörku undir orð þess þjóðskálds sem einna síst þurfti þó að kvarta yfir áhugaleysi á verkum sínum: „Islendingar einskis meta / alla sem þeir geta“. Því verður þó illa neitað að það hefur aldrei verið með öllu sælt hlutskipti að vera afburðaskáld á Islandi, sérstaklega ef viðkom- andi skáld er djarfara og framsýnna en þjóðin telur æskilegt. Þá er þjóðinni merkilega lagið að svara skáldinu með kuldalegri þögn eða yppta öxlum vandræðalega og segjast ekki skilja skáldskapinn. Thor Vilhjálmsson hefur í of rík- um rnæli hlotið slíka afgreiðslu þó að þeir sem kæra sig um að vita það viti fullvel að þar fer rithöfundur sem býr yfir afburða skáldgáfu sem nægja ætti til alþjóðlegrar viðurkenningar. í íslenskum bókmenntum er skáldskapur Thors svo sérstæður og róttækur að hann er á skjön við allar fyrri skáldskaparhefðir. Hann ögrar margsinnis þröngsýnum viðhorfum þeirra sem álíta að skáldlegri sköpun beri að lúta fyr- irframgefnum boðorðum. Það er því ekki á allan hátt óskiljanlegt þó að þeir sem slíkum kenning- um fylgja kjósi að vfkja skáldskap Thors frá sér eða hreinlega afneita honum. Verra er þegar gagnrýnendur fara að tóna þessi viðhorf eins og væru þau bókmenntalegur sannleikur. I áraraðir hefur viss hópur gagnrýnenda haldið því að íslenskum lesendum að bækur Thors séu erfið- ari aflestrar og torræðari en þorri annarra skáld- sagna. Ég er ofurfegin að fá tækifæri til þess á prenti að lýsa gremju minni yfir slíkum yfirlýs- ingum. Þær töfðu lestur minn á skáldsögum Thors um nokkur ár en tókst þó ekki að hindra hann, því maður ratar ævinlega til sinna þó að stundum sé það seinna en æskilegt hefði verið. Hið margtuggna torræðnishjal er reyndar allt hið dularfyllsta því sá eini skáldskapur sem torræður hlýtur að teljast er sá sem er il la unninn og viðvaningslegur. Skáldskapur Thors hefur aldrei verið slíkur. Ef til vill er eina raunhæfa krafan sem hægt er að gera til skáldskapar sú að hann hrífi lesandann. Ætti ég að tala einungis út frá eigin reynslu myndi ég fullyrða að ekki væri hægt að streitast gegn texta Thors, svo fagur væri hann, svo vel unninn að hann gæti ekki verið nokkrum læsum manni óaðgengilegur. Nú er ekki svo því þeir eru vissulega til sem neita að viðurkenna texta Thors og saka hann TMM 1991:2 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.