Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 111
birtist allt í einueinhver óútskýrður „ég“ íþess- um köflum. Þessi stílbreyting er svo hastarleg að til lýta má telja. Á bls. 11 segir: „Dægurtónlist er tuttugustu aldar fyrirbrigði“. Þetta er ekki satt. Mikill markaður var fyrir dægurtónlist á síðustu öld og seldust nótur ýmissa laga sem enn þann dag í dag eru talin dægurlög og ekkert annað oft í stórum upplögum, jafnvel í milljónum eintaka. Allt fram til þess að rokktónlistin kom til sög- unnar byggðist mjög stór hluti dægurlagamark- aðarins á nótnasölu. Ein meginástæða upphaf- legrar andstöðu stóru útgáfufyrirtækjanna gegn rokkinu var sú að rokktónlist var ekki skrifuð, hún var framin. Ef nótur voru skrifaðar á annað borð varþað gert eftirá. Útgáfufyrirtækin höfðu verulegar tekjur af nótnasölu sem nú lagðist að talsverðu leyti af. Reynt var að setja rokklög út fyrir hljómborð eða gítar, en slík útsetning komst mjög illa til skila ef menn höfðu ekki heyrt lagið af plötu. Hvað er rokk? Ég man ekki betur en að rokkið eins og það var skilgreint hérlendis hafi gengið yfir eins og hver önnur tískubylgja og sú merking orðsins sem höfundur leggur í það er amerísk. Rokkið var dautt í huga unglinga 1965. Undirrituðum er það minnisstætt að hann heyrði af tilviljun á tal amerískrar stelpu haustið 1966 og sú taldi sig hafa gaman af rokki, nokkuð sem Islending- unum fannst hallærislegt. Þá kom þessi skil- greiningarmunur mjög skýrt í ljós, stúlkan var bara að tala um annað. Ég tel mig geta fullyrt að margir þeirra sem eru e.t.v. bara lítillega eldri en við Gestur ganga enn með þennan skilning og þeir skilji ekkert í þegar bókin reynist fjalla jafnmikið eða meira um Trúbrot og Sykurmol- ana en þeirra ástkæru rokkhetjur. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti þessari am- erísku skilgreiningu en þessum merkingarmun hefði mátt gera nokkur skil. Raunar verður að telja nauðsynlegt þegar höfundur endurskoðar þessa bók eða skrifar nýja um svipað efni að þar verði frátekið pláss fyrir skilgreiningar. Bókin er því miður nokkuð rituð fyrir „innvígða". Margir þeir sem hafa gaman af henni hljóta að hnjóta um nöfn á tónlistarstefnu eins og „fram- sækið rokkabillí" sem birtist á bls. 217 eins og skrattinn úr sauðarleggnum; svipað á við um t.d. „bláa tóna“ á bls. 19. ofl. Þeir eru margir sem ekkert vita hvað átt er við. Hin dauða hönd Tin Pan Alley Eitt af því sem undirritaður getur síst felit sig við er að fjallað er afskaplega niðrandi um „Tin Pan Alley“ stefnuna svonefndu og af frásögn höfundar mætti ráða að hún væri úthugsuð af andskotanum sjálfum og holdgervingi hans hér á jörð, auðvaldinu, til þess eins að halda lýðræð- issinnuðum, framsæknum æskulýðshreyfing- um í skefjum. Það er ekki einfalt mál að skýra nákvæmlega út hvað þessi „Tin Pan Alley“ stefna var, enda hafa verið skrifaðar um það langar bækur. Hún var kennd við 28. stræti í New York þar sem stærstu nótnaútgáfufyrirtækin höfðu aðalaðset- ur. Þessi gata var uppnefnd „Tin Pan Alley“ sem e.t.v. mætti útleggjast sem „Blikkpönnusund“. Þessi stóru útgáfufyrirtæki áttu mörg hver rætur að rekja til áranna kringum 1890, en þá urðu allmikil umskipti í dægurlagastíl, jafnvel svipuð og urðu síðar með tilkomu rokksins. Með nokkrum rétti má segja að um 1890 hafí orðið ákveðin bylting, ný valdahlutföll komu upp í dægurlagaheiminum og þessi valdahlut- föll héldust að mestu fram yfir miðja þessa öld. Ef lag átti að ná vinsældum á þessu tímabili varð það undantekningalítið að fara í gegnum aug- lýsingavél stóru útgáfufyrirtækjanna. Þetta breyttist að nokkru með tilkomu rokksins. Alla vega urðu útgáfufyrirtækin að horfast í augu við minnkandi nótnasölu og laga sig að breyttum aðstæðum. Það má e.t.v. til sanns vegar færa að þessi stefna hafi verið að ganga sér til húðar á sjötta áratugnum og hafi verið orðin nýsköpun nokkur fjötur um fót. En ekki má gleyma því að hún TMM 1991:2 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.