Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 31
jólin gat ég fengið mér ný föt hjá skraddara og nýja skó hjá fínasta skósala
bæjarins.
Salan á Hálfum skósólum varð mér uppörvun til að reyna þessa
hamingju í annað sinn. Og árið eftir gaf ég út nýjan kvæðabækling, sem
ég kallaði Spaks manns spjarir, samræmisins vegna. Hann var seldur á
götum bæjarins eins og Hálfir skósólar og seldist einnig ágætlega. Og
sjö árum síðar, vorið 1922, gaf ég út dálitla ljóðabók, sem ég kallaði Hvíta
hrafna. í henni vom öll kvæðin, sem áður höfðu komið í fyrri bækl-
ingunum, en auk þess fjöldi nýrra kvæða. Þessi bók mín seldist einnig
vel og fékk góða dóma. Þrátt fyrir það finnst mér, að bókmenntafrömuðir
hafi varla talið mig meðal ljóðskálda. Ekkert kvæði eftir mig hefur verið
tekið upp í neinar sýnisbækur. Og í Islenskum ástaljóðum finnst ekki ein
einasta vísa eftir höfund þessarar bókar. Þó er það hverju orði sannara,
að í Hvítum hröfnum eru betri ástarljóð, en þorri þeirra ástarkvæða, sem
birt eru í íslenskum ástarljóðum. Og einn kost hafði ég sem ljóðskáld,
sem er fremur sjaldgæfur með íslenskum ljóðskáldum: Ég kunni að
byggja upp kvæði. F>au byrja þar, sem þau eiga að byrja, og enda þar, sem
þau eiga að enda.
(Bls. 190-196).
Það vareinn fagran októbermorgun haustið 1917 að ég stóð úti
við vesturgluggann á stóru stofunni í Unuhúsi. Það var heiðríkt
loft, hrím á jörðu, blæjalogn. Vestan túnið kom ung stúlka,
þreklega vaxin, í hærra lagi, í grænni kápu. Hún stefndi niður að
húsinu, ætlaði auðsæilega að ganga niður sundið. Hún hélt á
mjólkuríláti í hendinni, var auðsæilega á leið niður í Bjöms-
bakarí. Ég þekkti hana. Hún var kunningjakona mín og hafði oft
komið í Unuhús um haustið. En ég hafði eiginlega aldrei tekið
eftir henni fyrr. Nú var eins og ég sæi hana allt í einu í nýju ljósi,
uppgötvaði hana í fyrsta sinn. En hvað hún var vel vaxin! En
hvað kápan hennar var falleg, augun dreymandi, sálin annarleg.
Ég varð alveg steinhissa, að ég skyldi ekki hafa elskað hana fyrir
langalöngu.
Og hún hélt áfram að koma í Unuhús. Hún sat ýmist á rúminu í
svefnherberginu eða á sóffanum undir austurglugganum og renndi
Októbermorgunn
TMM 1991:2
29