Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 31
jólin gat ég fengið mér ný föt hjá skraddara og nýja skó hjá fínasta skósala bæjarins. Salan á Hálfum skósólum varð mér uppörvun til að reyna þessa hamingju í annað sinn. Og árið eftir gaf ég út nýjan kvæðabækling, sem ég kallaði Spaks manns spjarir, samræmisins vegna. Hann var seldur á götum bæjarins eins og Hálfir skósólar og seldist einnig ágætlega. Og sjö árum síðar, vorið 1922, gaf ég út dálitla ljóðabók, sem ég kallaði Hvíta hrafna. í henni vom öll kvæðin, sem áður höfðu komið í fyrri bækl- ingunum, en auk þess fjöldi nýrra kvæða. Þessi bók mín seldist einnig vel og fékk góða dóma. Þrátt fyrir það finnst mér, að bókmenntafrömuðir hafi varla talið mig meðal ljóðskálda. Ekkert kvæði eftir mig hefur verið tekið upp í neinar sýnisbækur. Og í Islenskum ástaljóðum finnst ekki ein einasta vísa eftir höfund þessarar bókar. Þó er það hverju orði sannara, að í Hvítum hröfnum eru betri ástarljóð, en þorri þeirra ástarkvæða, sem birt eru í íslenskum ástarljóðum. Og einn kost hafði ég sem ljóðskáld, sem er fremur sjaldgæfur með íslenskum ljóðskáldum: Ég kunni að byggja upp kvæði. F>au byrja þar, sem þau eiga að byrja, og enda þar, sem þau eiga að enda. (Bls. 190-196). Það vareinn fagran októbermorgun haustið 1917 að ég stóð úti við vesturgluggann á stóru stofunni í Unuhúsi. Það var heiðríkt loft, hrím á jörðu, blæjalogn. Vestan túnið kom ung stúlka, þreklega vaxin, í hærra lagi, í grænni kápu. Hún stefndi niður að húsinu, ætlaði auðsæilega að ganga niður sundið. Hún hélt á mjólkuríláti í hendinni, var auðsæilega á leið niður í Bjöms- bakarí. Ég þekkti hana. Hún var kunningjakona mín og hafði oft komið í Unuhús um haustið. En ég hafði eiginlega aldrei tekið eftir henni fyrr. Nú var eins og ég sæi hana allt í einu í nýju ljósi, uppgötvaði hana í fyrsta sinn. En hvað hún var vel vaxin! En hvað kápan hennar var falleg, augun dreymandi, sálin annarleg. Ég varð alveg steinhissa, að ég skyldi ekki hafa elskað hana fyrir langalöngu. Og hún hélt áfram að koma í Unuhús. Hún sat ýmist á rúminu í svefnherberginu eða á sóffanum undir austurglugganum og renndi Októbermorgunn TMM 1991:2 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.