Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 68
ysses eftir James Joyce beinlínis skemmti-
leslur en stílsnilld og frumleiki höfundar
leynir sér ekki. Og engum heilvita manni
dytti í hug að segja ágæti bókarinnar fólgið
í sannferðugum lýsingum á Dyflinni eins
og hún var á því herrans ári 1904. Þegar við
gefum skáldskap háa einkunn notum við
lýsingarorð eins og „áhrifamikill“, „smekk-
legur“, „vel skrifaður“, „vel ortur“, „fal-
legur“, „frumlegur" — ekki „sannur“ eða
„skemmtilegur“. Vissulega skaðar það
skáldskap sjaldnast að hafa í sér fólginn
sannleikskjama og vera skemmtilegur að
auki. En oft finnst manni sem gildi hans
hljóti að standa í öfugu hlutfalli við fjölda
sannyrðinga sem í honum má finna og þeim
hláturrokum er hann kann að valda. Til
dæmis skaðar D.H. Lawrence að mínu mati
sögu sína um Astmann lafði Chatterley með
reiðilestrum um afmennskun iðnsamfé-
lagsins sem efli vitsmunaþroska okkar en
geri okkur tilfinningalega geld. Það er sjálf-
sagt heilmikið til í þessari gagnrýni Law-
rences en hann hefði gert lesendum sínum
stóran greiða ef hann hefði leyft þeim að
draga sínar eigin ályktanir af sögunni.
En ekki er nóg með að flest okkar vilji
vinna úr skáldskap með okkar eigin hætti
heldur teljum við ýmislegt mikilsvert sem
hvorki flokkast undir skemmtun né sann-
leiksleit. Við teljum mikilvægt að gera góð-
verk en með slíkum verkum er enginn
sannleikur sagður og engum skemmt, allra
síst skrattanum. Og hví skyldi fegurðin ekki
hafa gildi í sér sjálfri rétt eins og sann-
leikurinn og gæskan? I þessu sambandi má
nefna að samkvæmt speki þeirri sem ættuð
er frá Kant, er gert ráð fyrir því að sann-
leikur, siðferði og listir hafi hvert sinn gild-
isháttinn. Reynslan sker úr um sanngildi
staðhæfinga, alhæfingagildi um réttmæti
siðaboða, og dómgreindin um ágæti lista-
verka og annað gott.2
Skáldlegur sannleikur . . .
En bæði er það að ýmislegt getur haft gildi
í sér sjálfu án þess að flokkast undir sann-
indi og eins hitt að ekki er allur sannleikur
mikilsverður. Vel má vera að hægri baug-
fingur minn sé hálfum millimetra lengri en
sá vinstri en enginn heilvita maður myndi
telja þá staðreynd skipta máli. Auk þess má
efa að sannleiksleit sé nauðsynlega af hinu
góða. Friedrich Nietzsche, sá mikli skelmir
spekinnar, spurði hvers vegna við leituðum
ekki ósanninda fremur en sanninda. Það
sem skiptir máli er hvort staðhæfing stuðlar
að eflingu lífsins eður ei, ekki hvort hún er
sönn eða ósönn, segir Nietzsche.3 Fyrir
Nietzsche er sannleikur ekkert annað en
„her af líkingum“.4 Bæði vísindi og siðferði
eru frá hans bæjardyrum séð meira eða
minna hagkvæmur heilaspuni. En listin
hefur það fram yfir vísindi og siðferði að
viðurkenna blekkingareðli sitt. Því er hún
lykill að skilningi á jafnt fræðimennsku
sem gildismati.5 í þessu sambandi má nefna
að heimspekingurinn Richard Rorty segir
að rómantísku skáldin hafi átt ríkan þátt í
því að breyta viðhorfi manna til sannleik-
ans. A okkar dögum telst enginn kokkteil-
boðahæfur nema að trúa því að sannleikur-
inn sé sköpunarverk manna; að skilja er að
skapa, að skapa er að skilja! Þetta nýja
viðhorf til sannleikans táknar sigur skálds-
ins yfir heimspekingnum, segir Rorty. Enn-
fremur heldur hann því fram að nýjar
heimsmyndir verði til með þeim hætti að
fólk fari hægt og sígandi að taka ákveðnar
líkingar bókstaflega/’ Og Nietzsche sagði
einmitt að sértök séu storknaðar líkingar
66
TMM 1991:2