Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Qupperneq 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Qupperneq 98
Þau bjuggu í íbúð sem var pínulítil og heillandi, lág til lofts og opnaðist út í garð. En í samanburði við vinnukonuherbergið sem þau höfðu áður — dimmur, þröngur gangur með svækjuhita og ódaun sem allt smitaði — þá hófu þau búskap á nýja staðnum í einskonar vímu sem endur- nýjaðist hvem morgun við fuglasöng. Þau opnuðu gluggana og tímunum saman gátu þau starað út í húsagarðinn, alsæl. Húsið var gamalt, ekki beint að hruni komið en lotlegt og sprungið. Gangar og stigar voru þröngir og skítugir með fúkkalykt og gegnsósa af reyk og fitu. En á milli tveggja voldugra trjáa og hálfrar tylftar beða sem voru óregluleg að lögun og flest í órækt en full af dýrmætu grasi, pottablómum, runnum og jafnvel ögn bernskum styttum — hlykkjaðist stígur sem var lagður mismunandi stórum hellum og flutti með sér ávæning af sveit. Þetta var einn af fáum stöðum í París þar sem stundum á haustin gat hent að eftir rigningu stigi upp af jörðinni næstum stæk skógarangan, lykt af mold og rotnandi laufum. Aldrei fengu þau leiða á þessum töfrum og þau voru jafn opin fyrir þeim nú sem í upphafi. Samt kom á daginn að þeir dugðu ekki til að draga fjöður yfir galla sem blöstu við þegar hrifningarvíma fyrstu mánaða hafði sjatnað ögn. Þau voru vön að búa í heilsuspillandi skonsum þar sem þau eyddu blánóttinni en héldu til á kaffihúsum að deginum til. Það tók þau því góða stund að komast að raun um að jafnvel hversdagslegustu athafnir—sofa, borða, lesa, slóra, þrífa sig—útheimtu hver um sig pláss við hæfi og nú tók æpandi vöntun þessa að gera vart við sig. Þau tóku höndum saman í úrtölum, dásömuðu frábært hverfíð, nálægðina við rue Mouffetard og Jardin des Plantes, ró götunnar, meira að segja lágt loftið hafði sinn sjarma og trén voru óviðjafnanleg og árstíðimar í garðinum; en innanstokks var allt að hrynja undan upphrúguðum hlutum, hús- gögnum, bókum, diskum, pappírsdóti, tómum flöskum. Taugastríð var hafíð þar sem þau máttu játa sig fyrirfram sigruð. íbúðin var sögð vera 35 fermetrar, án þess að þau þyrðu nokkm sinni að ganga úr skugga um það. Hún samanstóð af dvergvöxnu anddyri, eldhúshorni sem þjónaði líka sem vaskahús, lítilli skonsu, vistarvem sem var í alhliða notkun sem bókaherbergi, dagstofa, vinnuherbergi, gestaher- bergi — en í óskilgreindu homi miðjavegu á milli fordyris og gangs tókst að koma fyrir smávöxnum ísskáp, rafmagnshellu, þvottahengi, matborði og þvottakörfu sem virkaði líka sem bekkur. 96 TMM 1991:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.