Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 63
„blankkort" — þó að það sé hvergi orðalag sögunnar. Grímur kann að hafa fleiri „stig“ í atburðanna rás, a.m.k. segir sagan að hann hafi kysst Möngu (sbr. 129) og þá hlýtur „drottningin" að hafa verið hans á meðan, en Jónas virðist hins vegar fá „síðasta slag“ sögunnar þegar Manga snýst öndverð gegn Grími. Ónefnt er þá hvemig söguhöfundur Marjas nýtir sér „spilamennskuna" alla er hann sýnir að drenginn langar að spila við einhvern af því að hann þráir félagsskap og samneyti við aðra, en þegar upp er staðið er spilað með hann og hans bíður sorg og einsemd. Þyki einhverjum þessi túlkun of glanna- leg skal til viðbótar nefnt að frásögn sög- unnar af uppgjörinu í hjónaspilinu er sniðin listavel að marjasspilinu. Drýgstan hluta spilsins þarf ekki að „bekenna“, þ.e. gefa spaða í spaða, lauf í lauf, o.s.frv. í loka- umferðinni erkrafan um að menn svíki ekki lit hins vegar svo hörð að í hvert skipti sem spil er látið út fylgir þula sem þessi: Tígull með tígli ef tígull er til. I sögunni er málum hins vegar á þann veg farið að „allur heim- urinn“, þ.e. Grímur og Jónas og Manga, „svíkur lit“ — og þá á kostnað Nonna. Jónas segir aðeins hálfan sannleikann, ber Nonna þungum sökum en sleppir eigin svikum og ótuktarskap við hann. Grímur horfir með öllu framhjá eigin hlut í rím- unum og formælir drengnum. Manga, sem sögunni samkvæmt hefur fyrr klipið dreng- inn og barið hann (sbr. 129) og getur þvf tæpast vænst þess að hann syngi henni lof, krefst loks hýðingar. III Eins og í upphafi var nefnt hafa ýmsir sem skrifað hafa um söguna, einkum fjallað um efni hennar og boðskap — og þá frekast samlíðanina með tökudrengnum er af frá- sögninni skín, og fyrirgefningarskylduna sem þeir telja fóstruna boða í seinni hluta sögunnar. Þar segir hún t.d.: — Ef við komumst einhvern tímann svo langt að sjá það að allar okkar áhyggjur og sorgir og móðganir og reiði, og allt þetta sem þjáir þig nú, er ekki annað en bams- legur hégómi, ekki annað en skuggar af hrófatildri heimskunnar — skuggar sem verða að engu þegar hrófatildrið hrynur — þá sjáum við líka að við höfum verið börn — alveg eins og þú sér nú að þú varst barn þegar marjasinn olli öldugangi í sál þinni. (145-146, breytt letur hér) Hér skal hvorki dregið í efa að kjörum og líðan lítilmagnans sé vel lýst í Marjas, né heldur að í orðum fóstrunnar birtist ein- hvers konar áminning um að á mælikvarða guðs og eilífðarinnar séu glöp og tilfinn- ingaátök hégómi einn og skuli því fyrir- gefin. Hins vegar skal bent á að vera kann að menn hafi einblínt um of á bemsku- söguna og boðskap fóstrunnar— á kostnað þeirrar sögu sem aðeins er ýjað að. í áðumefndum ritdómi sínum er Helgi Sæmundsson þeirrar skoðunar að Einar hefði betur sleppt lokasamtali sögumanns við fóstruna. Hann segirm.a.: Hins vegar er niðurlagið á Marjas með þeim hætti, að það veikir söguna að miklum mun og gerir hana í meira lagi ósennilega. Sagan væri í senn áhrifameiri og samfelld- ari, ef höfundurinn hefði endað hana á því, þegar fóstran kveður Nonna litla þegar hann er háttaður eftir rekistefnuna út af rímnakveðskapnum og finnur frið ástrík- isins vefjast utan um sál sína.11 Enda þótt nútímalesanda kunni að finnast TMM 1991:2 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.