Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 79
ingunni í heild við samningu þessarar rit- gerðar.4 Jón Thoroddsen fæddist árið 1818, ári áður en Jón Þorláksson dó; og Paradísar missir kom sem sagt út í heild árið 1828,22 árum áður en Piltur og stúlka birtist. Þó að ég viti ekki með vissu hvort Jón Thorodd- sen hafi lesið þýðingu Jóns Þorlákssonar á Paradísar missi og því síður hvort hann kann að hafa gert það áður en hann samdi Pilt og stúlku held ég að líklegt sé að svo hafi verið; en að öðrum kosti má vera að hann hafi þekkt þetta verk með óbeinum hætti.'^ Hvemig sem þvíer varið er því ekki að neita að „Islenskir höfundar skipuðu flestir niður efni sínu í samræmi við synda- fallsmýþuna, meðvitað eða ómeðvitað“, eins og Matthías Viðar segir í bók sinni (bls. 53); hér á hann aðallega við Jón Thorodd- sen og eftirmenn hans. Það kæmi mér á óvart ef þetta hefði ekki verið að verulegu leyti þýðingu Jóns Þorlákssonar á kvæði Miltons að þakka. Þessi þýðing hefur að mínum dómi haft djúptæk áhrif á fyrstu íslensku skáldsagnahöfundana á þann hátt að hún hjálpaði þeim að sigrast á áhrifa- fælni sinni gagnvart íslenskum fombók- menntum, einkum hetjubókmenntum. Umritun Miltons á syndafallssög- unni; frá hetjubókmenntum til hjaröskáldskapar Paradísar missir er að nafninu til hetju- kvæði, en felur í sér gagnrýni á hetjubók- menntir að því leyti að sú persóna, sem helst rís undir hetjunafni í þessu kvæði er Satan sjálfur. Með því að gera Satan að hetju og Krist að góðum hirði virðist Milton vilja hafna hetjubókmenntum og mæla með ann- arri bókmenntategund, hjarðskáldskap, eins og ástralski gagnrýnandinn Peter Con- rad hefur haldið frarn/’ En hjarðskáldskap- ur er einmitt sú bókmenntategund sem Piltur og stúlka, brautryðjandaverk í ís- lenskri skáldsagnagerð, ber sláandi keim af, eins og fram kemur hjá Matthíasi Viðari. Því væri ekki furða þótt fyrstu íslensku skáldsagnahöfundarnir hefðu tekið Milton í þýðingu Jóns á Bægisá sér til fyrirmyndar, annaðhvort meðvitað eða ómeðvitað. í þessari þýðingu, ekki síður en í frumtext- anum, úir og grúir af myndum úr bæjar- og sveitalífi, sem að nokkru hefur verið fram- andlegt íslenskum lesendum. Með þessum myndum er gefið í skyn, að bókmenntaleg túlkun á syndafallinu og tengdum atburð- um hljóti fremur að tengjast hjarðskáldskap en hetjuskáldskap. Þannig sýnist friðþæg- ingardauði Krists ekki hetjulegurhjá skáld- inu, ekki fremur en sameining piltsins og stúlkunnar hjá Jóni Thoroddsen. í byrjun Paradísar missis biður sögu- maður hina himnesku Menntagyðju um innblástur, svo dæmi sé tekið. Þar víkur hann óbeint að Móses og kallar hann sauða- vörðinn sem himnesk Menntamóðirin inn- blés, þegar hann fræddi Israelsmenn um sköpun alheimsins. Síðan ákallar sögumað- ur guðs anda, sem hann ber saman við dúfu sem vermir egg til fjörs (13:285-86). Síðar í sama ljóði ber hann fylkingar Satans sam- an við „þurrt lauf á hausti / í þykkum skógi“ (bls. 298) og notar svo orðið „jórtrandi“ um fornegypsku goðin sem áður höfðu verið djöflar.7 Loks ber sögumaður undirbúning djöflanna undir samkomuna í Aldiefli (eða Pandaemonium) saman við hegðun bý- flugna um vortímann (bls. 319), og er þessi líking dæmigerð fyrir kvæðið. Eina sláandi dæmið um ímynd sem tengja TMM 1991:2 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.