Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 79
ingunni í heild við samningu þessarar rit-
gerðar.4
Jón Thoroddsen fæddist árið 1818, ári
áður en Jón Þorláksson dó; og Paradísar
missir kom sem sagt út í heild árið 1828,22
árum áður en Piltur og stúlka birtist. Þó að
ég viti ekki með vissu hvort Jón Thorodd-
sen hafi lesið þýðingu Jóns Þorlákssonar á
Paradísar missi og því síður hvort hann
kann að hafa gert það áður en hann samdi
Pilt og stúlku held ég að líklegt sé að svo
hafi verið; en að öðrum kosti má vera að
hann hafi þekkt þetta verk með óbeinum
hætti.'^ Hvemig sem þvíer varið er því ekki
að neita að „Islenskir höfundar skipuðu
flestir niður efni sínu í samræmi við synda-
fallsmýþuna, meðvitað eða ómeðvitað“,
eins og Matthías Viðar segir í bók sinni (bls.
53); hér á hann aðallega við Jón Thorodd-
sen og eftirmenn hans. Það kæmi mér á
óvart ef þetta hefði ekki verið að verulegu
leyti þýðingu Jóns Þorlákssonar á kvæði
Miltons að þakka. Þessi þýðing hefur að
mínum dómi haft djúptæk áhrif á fyrstu
íslensku skáldsagnahöfundana á þann hátt
að hún hjálpaði þeim að sigrast á áhrifa-
fælni sinni gagnvart íslenskum fombók-
menntum, einkum hetjubókmenntum.
Umritun Miltons á syndafallssög-
unni; frá hetjubókmenntum til
hjaröskáldskapar
Paradísar missir er að nafninu til hetju-
kvæði, en felur í sér gagnrýni á hetjubók-
menntir að því leyti að sú persóna, sem helst
rís undir hetjunafni í þessu kvæði er Satan
sjálfur. Með því að gera Satan að hetju og
Krist að góðum hirði virðist Milton vilja
hafna hetjubókmenntum og mæla með ann-
arri bókmenntategund, hjarðskáldskap,
eins og ástralski gagnrýnandinn Peter Con-
rad hefur haldið frarn/’ En hjarðskáldskap-
ur er einmitt sú bókmenntategund sem
Piltur og stúlka, brautryðjandaverk í ís-
lenskri skáldsagnagerð, ber sláandi keim
af, eins og fram kemur hjá Matthíasi Viðari.
Því væri ekki furða þótt fyrstu íslensku
skáldsagnahöfundarnir hefðu tekið Milton
í þýðingu Jóns á Bægisá sér til fyrirmyndar,
annaðhvort meðvitað eða ómeðvitað. í
þessari þýðingu, ekki síður en í frumtext-
anum, úir og grúir af myndum úr bæjar- og
sveitalífi, sem að nokkru hefur verið fram-
andlegt íslenskum lesendum. Með þessum
myndum er gefið í skyn, að bókmenntaleg
túlkun á syndafallinu og tengdum atburð-
um hljóti fremur að tengjast hjarðskáldskap
en hetjuskáldskap. Þannig sýnist friðþæg-
ingardauði Krists ekki hetjulegurhjá skáld-
inu, ekki fremur en sameining piltsins og
stúlkunnar hjá Jóni Thoroddsen.
í byrjun Paradísar missis biður sögu-
maður hina himnesku Menntagyðju um
innblástur, svo dæmi sé tekið. Þar víkur
hann óbeint að Móses og kallar hann sauða-
vörðinn sem himnesk Menntamóðirin inn-
blés, þegar hann fræddi Israelsmenn um
sköpun alheimsins. Síðan ákallar sögumað-
ur guðs anda, sem hann ber saman við dúfu
sem vermir egg til fjörs (13:285-86). Síðar
í sama ljóði ber hann fylkingar Satans sam-
an við „þurrt lauf á hausti / í þykkum skógi“
(bls. 298) og notar svo orðið „jórtrandi“ um
fornegypsku goðin sem áður höfðu verið
djöflar.7 Loks ber sögumaður undirbúning
djöflanna undir samkomuna í Aldiefli (eða
Pandaemonium) saman við hegðun bý-
flugna um vortímann (bls. 319), og er þessi
líking dæmigerð fyrir kvæðið.
Eina sláandi dæmið um ímynd sem tengja
TMM 1991:2
77