Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 37
yfirbragð hins tæra einfaldleika og virðist renna af sjálfu sér þegar lesið er — það er í rauninni erfiðast að gera. Menn varpa því stundum fram að nú sé tími rímsins að koma aftur. Hefurðu trú á því? Ég veit svosem ekki hvort það er eitthvað sem er að gerast nákvæmlega á þessari stundu. En það hefur aldrei hvarflað að mér að rím og stuðlar mundu hverfa að fullu og öllu úr íslenskri ljóðlist. Ég held að reynslan sé sú að þetta muni vera hlutir sem komi og fari og muni blandast á allan hugsanlegan hátt. Sum skáld, eins og t.d. Þorsteinn frá Hamri og Hannes Pétursson, hafa eins og allir vita aldrei hætt að nota stuðla í kvæð- um sínum, og ég held að í nokkum veginn öllum þeirra ljóðum megi skynja nærvem stuðlanna. Mörg þeirra ljóð eru háttbundin og Þorsteinn hefur kannski aukið það held- ur en hitt á síðustu árum. Þaö þjóölega Þjóðlegir þœttir af ýmsu tagi hafa verið áberandi í ýmsum verka þinna. Hvers vegna? Þetta svokallaða þjóðlega í mínum verk- um — það má alveg kalla það því nafni ef menn vilja. En ég get ekki litið á það sem eitthvert element sem ég hafi fundið vís- vitandi eftir einhverjum leiðum — „Hvað á ég að hafa fyrir mitt trix?“ Það er ekki eins og maður hafi verið að leita að lausu sæti, að kjördæmi sem væri líklegt að maður kæmist á þing í. Þetta tengist ef til vill að einhverju leyti mínu uppeldi; já, það er rétt líka, grúskhneigðin er fyrir hendi í mér. Svo notaðirðu rím. Já, en ég hef aldrei skilið af hverju það þótti svona merkilegt að ég skyldi ríma kvæðin í fyrstu ljóðabókinni. Fyrir mig á þeim tíma var ekkert eðlilegra, því mér fannst þetta svo miklu auðveldara. Auk þess var það ekki bara ég, því þama var kominn fram t.d. Megas, hann var búinn að gefa út sínar fyrstu fjölrituðu bækur — þar á meðal eina sem kom út á jólunum 1968 og ég eignaðist 17. júní 1969, og hún hafði mikil áhrif á mig. Hann var ekki búinn að gefa út plötu svo að maður leit fyrst og fremst á hann sem ljóðskáld. Þar er allt rímað og stuðlað. Og var reyndar að skrifa eins og ég um ýmsar hetjur íslandssög- unnar, það var eins konar grínaktug, kann- ski stundum dálítið ósvífin endurritun ekki bara á íslenskum minnum heldur líka þekktum ævintýrum. Og tók fyrir persónur eins og Ingólf Amarson, Jón Sigurðsson, Jónas Hallgrímsson, Snorra Sturluson og Sæmund fróða. Svo var Böðvar Guð- mundsson að yrkja háttbundið á þessum tíma, svo annað dæmi sé tekið. Þú telur semsagt að menn hafi verið of fljótirásér að afskrifa rímið þegar módern- isminn kom. Sumum þóttu þessi bundnu kvæði kann- ski sérstök af því að þeir sáu ekkert nema óháttbundin, módernísk ljóð. Þeir gerðu þessi algengu mistök, að halda að þótt stefna sé byltingarkennd og sett fram til að rífa niður það staðnaða og ónothæfa, þá sé þar kominn endirinn á alheiminum, að það sé búið að finna aðferðina. Það að yrkja ljóð sem ekki er á bundnum hætti — innan þeirra vinnubragða geta tíðk- ast milljón stefnur sem ekkert eiga skylt nema fjarveru einhverra brageinkenna. En svo yrkirðu líka óbundið, einkum í Yddi og nú Hinni háfleygu moldvörpu. Já, mér fínnst ekkert eðlilegra en sami maðurinn iðki hvort tveggja, að yrkja bund- TMM 1991:2 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.