Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 96
Hér væri lífið bæði auðvelt og einfait. Allar þær kvaðir og vandkvæði
sem lífið býður upp á hlytu hér sína sjálfsögðu úrlausn. Ræstingakona
kæmi á hverjum morgni. Á hálfsmánaðar fresti væri komið með vín, olíu
og sykur. Eldhúsið væri rúmgott og bjart, lagt bláum flísum með fanga-
mörkum, þrír keramikdiskar skreyttir gulu fleygletri með málmgljáa,
skápar út um allt, snoturt hátt viðarborð í miðju, kollar, bekkir þar sem
væri notalegt að tylla sér á morgnana hálfklæddur eftir steypibað. Á
borðinu stæði stór smjörkúpa úr sandsteini, krukkur með marmelaði,
hunangi, ristað brauð, glóaldin skorið til helminga. Það væri árla morg-
uns. Byrjun á löngum maídegi.
Þau myndu opna póstinn, fletta blöðunum. Kveiktu sér í fyrstu sígarett-
unni. Færu út. Vinnan héldi þeim ekki föngnum nema nokkrar stundir
fyrir hádegi. Þau myndu hittast að nýju við hádegisverð, samloka eða
grillað kjöt, eftir því sem þeim blési í brjóst. Kaffið drykkju þau á
kaffihúsi og síðan myndu þau halda heim á Ieið, fótgangandi í róleg-
heitum.
Ibúðin væri sjaldan í röð og reglu en óreiðan væri hluti af töfrum
hennar. Það væri varla að þau tækju til hendinni: hér væru þau á
heimavelli. Þægindin sem væru jafnan til staðar kæmu þeim fyrir sjónir
sem sjálfsagðir hlutir, forgjöf, eðlisástand. Hugur þeirra væri bundinn
við annað: bókina sem þau ætluðu að lesa, textann sem þau væru með á
prjónunum, plötuna sem þau myndu hlusta á, samræðumar sem stöðugt
væri fitjað upp á. Vinnan héldi þeim föngnum lengi, fumlaust og flaslaust
og aldrei áreynslukennt. Síðan myndu þau setjast að snæðingi eða færu
út að borða; hittu vinina; fæm saman út að spásséra.
Stundum gæti þeim virst sem gervöll ævin myndi líða samræmisfull
innan þessara bókumprýddu veggja, innan um þessa hluti sem væru svo
fullkomlega hagvanir að þau myndu enda með að Iíta á þá sem skapaða
í þeirra þágu, þessa hluti sem væm svo fallegir, einfaldir, fágaðir og
skínandi. Ekki svo að skilja að þau væru þrælar þeirra — fyrir kæmi að
þau slepptu fram af sér beislinu og héldu á vit ævintýranna. Ekkert áform
væri þeim um megn. Sárindi, beiskja, öfund væm þeim framandi tilfinn-
94
TMM 1991:2