Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 96
Hér væri lífið bæði auðvelt og einfait. Allar þær kvaðir og vandkvæði sem lífið býður upp á hlytu hér sína sjálfsögðu úrlausn. Ræstingakona kæmi á hverjum morgni. Á hálfsmánaðar fresti væri komið með vín, olíu og sykur. Eldhúsið væri rúmgott og bjart, lagt bláum flísum með fanga- mörkum, þrír keramikdiskar skreyttir gulu fleygletri með málmgljáa, skápar út um allt, snoturt hátt viðarborð í miðju, kollar, bekkir þar sem væri notalegt að tylla sér á morgnana hálfklæddur eftir steypibað. Á borðinu stæði stór smjörkúpa úr sandsteini, krukkur með marmelaði, hunangi, ristað brauð, glóaldin skorið til helminga. Það væri árla morg- uns. Byrjun á löngum maídegi. Þau myndu opna póstinn, fletta blöðunum. Kveiktu sér í fyrstu sígarett- unni. Færu út. Vinnan héldi þeim ekki föngnum nema nokkrar stundir fyrir hádegi. Þau myndu hittast að nýju við hádegisverð, samloka eða grillað kjöt, eftir því sem þeim blési í brjóst. Kaffið drykkju þau á kaffihúsi og síðan myndu þau halda heim á Ieið, fótgangandi í róleg- heitum. Ibúðin væri sjaldan í röð og reglu en óreiðan væri hluti af töfrum hennar. Það væri varla að þau tækju til hendinni: hér væru þau á heimavelli. Þægindin sem væru jafnan til staðar kæmu þeim fyrir sjónir sem sjálfsagðir hlutir, forgjöf, eðlisástand. Hugur þeirra væri bundinn við annað: bókina sem þau ætluðu að lesa, textann sem þau væru með á prjónunum, plötuna sem þau myndu hlusta á, samræðumar sem stöðugt væri fitjað upp á. Vinnan héldi þeim föngnum lengi, fumlaust og flaslaust og aldrei áreynslukennt. Síðan myndu þau setjast að snæðingi eða færu út að borða; hittu vinina; fæm saman út að spásséra. Stundum gæti þeim virst sem gervöll ævin myndi líða samræmisfull innan þessara bókumprýddu veggja, innan um þessa hluti sem væru svo fullkomlega hagvanir að þau myndu enda með að Iíta á þá sem skapaða í þeirra þágu, þessa hluti sem væm svo fallegir, einfaldir, fágaðir og skínandi. Ekki svo að skilja að þau væru þrælar þeirra — fyrir kæmi að þau slepptu fram af sér beislinu og héldu á vit ævintýranna. Ekkert áform væri þeim um megn. Sárindi, beiskja, öfund væm þeim framandi tilfinn- 94 TMM 1991:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.