Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 59
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Þóröur Ingi Guðjónsson Hjarta meö hjarta ef hjarta er til Um Marjas eftir Einar H. Kvaran Marjas er ein þekktasta smásaga Einars H. Kvarans og án efa meðal bestu sagna hans. Ýmsir hafa fjallað um hana en mörgum hefur láðst að víkja að rammanum sem lykur um söguna þó í honum sé einmitt fólginn lykill að túlkun hennar. í þessari grein er sagt frá eldri túlkunum og sagan skýrð með nýstárlegum hætti, m.a. með hliðsjón af rammanum. Hvers vegna nefndi Einar H. Kvaran eina af smásögum sínum Marjas? Vildi hann einvörðungu tengja frásagnarefni sitt spil- um og spilamennsku og valdi af hendingu þetta nafn en ekki t.d. Svartipétur eða Langavitleysa? Skiptir nafnið Marjas litlu eða engu máli eða segir það aðra og lengri sögu en menn hafa ætlað — og hver er þá sú saga? Hér á eftir ætlum við að reyna að svara spumingum af þessum toga og færa rök að því að sagan Marjas sé ekki öll þar sem hún er séð og reyndar harla frumleg í ýmsu tilliti. Sagan Marjas eftir Einar H. Kvaran birtist fyrst í Skími árið 1908 en síðar í smá- sagnasafninu Frá ýmsum hliðum 1913. All- margir hafa skrifað um söguna, einkum á fyrri hluta aldarinnar, en þá fjölluðu menn fremur um efnivið hennar og meginhugsun en formgerð og listræn vinnubrögð höf- undar. Friðrik J. Bergmann ræðir t.d. nokk- uð um „tilgang“ sögunnar en Sigurður Nordal finnur einkum að undirstöðu fyrirgefningarboðskaparins sem hann telur söguna — og reyndar öll síðari verk Einars — flytja. Sigurður setti skoðanir sínar fyrst fram í ritgerðinni Undir straumhvörf árið 1925, en af henni spratt ritdeila hans við Einar, sem snerist bæði um siðfræði og fagurfræði og stóð fram til 1927.' Stefán Einarsson, sem gerir verkum Ein- ars ítarleg skil, tengir söguna trúarhug- myndum hans og ræðir um fyrirgefninguna ekki síðuren Nordal: Ein tegund sjálfsafneitunar er fyrirgefning- in, sem Einar þreytist aldrei á að boða. Til þess að fyrirgefa þurfa menn að skilja óvini sína og meta mótgerðir, sem fram við mann koma. Getur þá komið í Ijós við nánari athugun, að minna sé um þær vert en áður TMM 1991:2 57 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.