Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 107
hins vegar jafnrétthá hverri annarri, tjáning hennar eðlileg og óþvinguð. Hún er fullgild aðalpersóna í skáldsögu sem fjallar ekkert endi- lega um unglinga en sú staðreynd að unglingur verður engu að síður fyrir valinu er merkileg. Það þarf nefnilega nokkra áræðni til að leggja til atlögu við múr fordóma og staðnaðs tungu- taks; skrifa um slíka söguhetju rétt eins og það hafi aldrei verið gert áður og sjá hana í nýju ljósi. Hallgrími Helgasyni hefur tekist að valda þessu erfiða verkefni. Hann hefur skrifað bók sem sýnir nýja lilið á unglingnum og umhverfi hans. Afstaðan til hversdagsins Ferskleiki frásagnarinnar byggist að stórum hluta á stílnum. Þetta er hugmyndaríkur og myndrænn stfll, leikandi og uppátækjasamur en þó vegur viðhorfið að baki honum þyngra. Það þarf ekki annað en að tilgreina lítið dæmi úr textanum til að sjá að þetta viðhorf er ótrúlega fordómalaust og víðfeðmt, nánast hvert smáat- riði í daglegu lífi verður þess virði að sagt sé frá því. Smávægileg atriði eins og megrunaræfing- ar kvennanna í þorpinu (bls. 53-54) og það sem fylgir þar á eftir: kvöldið, veðrið og dund Helgu Drafnar, verða mikilvæg og þýðingarmikil. Myndin af íþróttagallakonunum sem storma út úr húsunum í þorpinu og stefna allar að skóla- byggingunni er bráðsmellin en samt laus við illkvittni. Lesandinn sér þær fyrir sér skella hurðum og storma af stað til baráttunnar við aukakílóin sem „hljómar ekki ósvipað og um andspymuhreyfingu sé að ræða“ (53-54). Síð- an er sjónum beint að stúlkunni þar sem hún dundar í herberginu sínu við hitt og þetta uns hún sofnar og lágreist þorpið með henni, hálf- falið í þéttri þokunni. Hér er ekki verið að segja frá neinu sérstöku en engu að síður sýnast atburðirnir iða á papp- ímum. Þetta eru smávægilegir atburðir úr dag- lega lífinu sem ekki virðist mikill slægur í að lýsa en verða samt að uppsprettu frásagnarinn- ar. Þeir eru settir fram af ákveðnu fordómaleysi sem virðist gera hvert smáatriði í þorpssamfé- laginu mikilvægt og því verðskulda hýðið í vaskinum, hvítu sokkarnir hennar Helgu og olíublettirnir á bílaplaninu öll að sagt sé frá þeim. Engu að síðurörlará öðm lagi bak við lýsing- arnar sem gefur til kynna að val atriðanna stjómist af gagnrýnu auga, að vinsað sé úr. Þessi rödd kveður þó aldrei upp neinn dóm yfir gerð- um persónanna og frásögn hennar er hlutlaus en í orðavalinu birtist afstaða sem auðveldlega má túlka á annan veg. Þetta er hvergi jafn áberandi og í atriðinu þar sem sagt er frá meydómsmissi Helgu. Bak við hlutlaust yfirborðið má lesa gagnrýni á kulda og stífni athafnarinnar, þá staðreynd að stúlkan gerir þetta meira af for- vitni en elsku. Lýsingin á henni afklæddri er til dæmis fremur óhugnanleg: Hún liggur beruð undir gulum himninum, rauður bolurinn flettur upp í háls eins og fráskilin himna og lýsandi rauð úlpan frá líkamanum eins og uppskorinn hjúpur. A vindsænginni liggur hún bein og stíf með lokuð augu en opinn kvið eins og sjúklingur á skurðarborði, tilbúin fyrir uppskurð. Deyfð af innri spennu. (120) Slíka gagnrýni má lesa víðar í textanum, gagn- rýni á ýmsa þætti í siðferði og kynferðismálum sem er þó aldrei afgerandi því hún er sífellt á reiki vegna stöðu sjónarhornsins. Þetta er sjón- arhorn myndavélarinnar að miklu leyti. Því er komið fyrir úti, mitt á meðal hlutanna en ekki í höfði aðalsöguhetjunnar og lesandanum er ein- ungis veittur takmarkaður aðgangur að hugsun- um hennar. Þessi staðsetning hefur í för með sér að frásögnin fær á sig blæ hlutleysis og hlutleys- inu fylgir óhjákvæmilega tónn sem virðist segja: þetta er kannski ekki gott en svona er þetta. Að vissu leyti er þetta styrkur textans, of eindregin afstaða með eða á móti viðfangsefn- inu hefði eyðilagt fordómaleysið sem er þegar allt kemur til alls grunnur stílsins. En hlutleysið mætti einnig kalla dýptarleysi eins og nokkrir gagnrýnendur gerðu fyrir jól og segja að aldrei TMM 1991:2 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.