Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 8
Ég minnist á þetta hér vegna þess að ég skildi það svo að hlutverk þessa þings væri fremur að fletta upp spilum en taka mikil- vægar ákvarðanir varðandi framtíðina og íslenska menningu enda þótt slíkar ákvarð- anir verði væntanlega að taka á allra næstu árum og jafnvel misserum. Mig langar í því sambandi að minnast á eitt atriði í upphafi; atriði sem mjög hefur verið rætt um: afstöðuna til Evrópubanda- lagsins, inn eða ekki inn og þá hvemig. Ekki alls fyrir löngu var sýnd þáttaröð í íslenska sjónvarpinu um Evrópubandalagið í ótal mörgum þáttum. Það vakti athygli mína að mér fannst ég skilja minna og minna í mál- efninu eftir því sem líða tók á þáttaröðina og ennfremur sá ég mjög lítið fjallað um menningarmál í þáttunum; en það hefur ugglaust verið gert einmitt þegar ég brá mér fram í eldhús að hita mér kaffi til að halda mér vakandi. Þá vakti það óskipta athygli mína að fram kom í almennri skoðana- könnun að tuttugu og eitthvað prósent þjóð- arinnar, ef ég man rétt, héldu að ísland væri nú þegar aðili að Evrópubandalaginu. Mín fyrstu viðbrögð voru glóandi hneykslun yfir lágu þekkingarstigi almenn- ings og hafði ég sárar áhyggjur og fylltist vonleysi yfir cultuve générale-'dstdnál þjóð- arinnar, eins og Fransmenn kalla það. Svo fór ég að velta þessu fyrir mér og komst að því að þessi hluti þjóðarinnar hafði kannski á réttu að standa þegar öllu er á botninn hvolft að því leytinu til að halda að ísland væri í Evrópubandalagi, að vísu án ákveðins greinis. Ég held nefnilega að við höfum verið allt frá upphafi í Evrópubandalagi. Ekki í ein- hverju síðari tíma birtingarformi sem einu sinni hét Efnahagsbandalag og nú heitir Evrópubandalagið, heldur einfaldlega í al- Ég held nefnilega að við höfum verið alltfrá upphafi í Evrópubandalagi. (. . .) í al- gjöru tilverubandalagi við Evrópu ( ... ) gjöru tilverubandalagi við Evrópu, sam- eiginlegu vitundarbandalagi við Evrópu, raunverulegu Evrópubandalagi. Og af hverju segi ég þetta? Vegna þess að grundvöllur íslenskrar menningar á gullöld okkar var evrópskur og sambandi okkar við Evrópu var þannig háttað að við vorum bæði þiggjendur og veitendur eins og best verður á kosið í farsælu sambandi. Það er ósköp einfaldlega þess háttar sam- band sem ég vísa til sem stöðugrar fyrir- myndar í sambandi íslenskrar menningar við umheiminn. Oft finnst mér eins og menn geri ráð fyrir að öll veröldin viti allt um eðli íslenskrar menningar að fornu og nýju og telji það óþarfa þjóðrembu að minnast á það í ræðum, en ég held að oft valdi heimóttarleg minnimáttarkennd og spéhræðsla smáþjóðarþegnsins þegar menn eru feimnir við staðreyndir eins og þessar: íslensk ritlist á gullöldinni er bæði að magni og gæðum kraftaverk og eiginleikar hennar eru evrópskir, svo nátengd sem ís- lensk ritlist og menning öll var því besta sem hugsað var á þeim tíma í Evrópu með þráðbeint samband við Frakkland og Ítalíu til dæmis (og miklu meiri raunveruleg tengsl við írland og keltnesk svæði önnur en hingað til hefur verið viðurkennt — en það er önnur saga). 6 TMM 1991:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.