Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 106
sækja mjög á tvær persónur bókarinnar, sjó- manninn þögla og leigubílstjórann. Dauðinn á hafinu er harmrænn atburður sem lýst er af ofurþunga. Hann setur mark sitt á þá sem að honum verða vitni. Þeir fá ekki gleymt honum. Dauðinn í landi er annars konar, morðið varðar engan, reynist marklaus atburður. Mismunandi gildi þessara atburða byggir á þeim mun sem er á þeim sem deyja. Annars vegar er um að ræða dópsala sem er ómerkilegt fúlmenni og hins vegar eru menn sem gegna ákveðnu hlutverki og lýst er sem hetjum hafsins. Hin rómantíska sýn verksins vegsamar heima hafs og náttúm. I þeim heimum er manneskj- unni mögulegt að öðlast sameiningu við um- hverfi sitt en það tekst henni aldrei innan veruleika hins eiginlega söguþráðar og því liftr hún þar eins og skuggi af sjálfri sér, er ráðvillt og umkomulaus. Einn illvirkja sögunnar, sem lifir hluta af minningum innskotskaflanna, hef- ur leiðst út í eitthvað sem hann skilur ekki sjálfur og gerir enga tilraun til að átta sig á, en í minningum sínum sameinast hann alheimin- um í þrá eftir lausn frá lífi sem hann innst inni fyrirlítur. Og hetjulegasta sýn verksins er hin myndræna minning um manninn í brúnni sem náttúran myndar umgjörð um þar sem hann siglir skipi sínu í átt að landi með tvo látna menn innanborðs. Eins og svo víða í minningum bók- arinnar lifir maðurinn þar í návist náttúru, um- vafinn voldugri einsemd sem gæðir hann tign. Um þetta er verkið að stærstum hluta, um mikilvægi minninga sem lifa innra með persón- um, breytast og vaxa og verða að eins konar draumi sem manneskjan leitar til þegar raun- veruleikinn bregst. Innan verksins er ekki ætíð ljóst hvers minningin er og þar býr ítrekun þess að minningar eru eins konar sameiginlegur sjóður allra manna. Þeim kann að svipa nokkuð til listarinnar að því leyti að þar getur mann- eskjan fundið skjól gegn harðneskju umhverfis og lifað í nokkurri sátt. Það er hin sanna saga þessa verks og sögu- þráðurinn hlýtur að víkja fyrir henni. Heildar- verkið er því að stærstum hluta byggt upp á samspili minninga og atburða veruleikans þar sem stef um ást, dauða, einsemd og ofbeldi öðlast verulegt vægi. „Lífið er samspuni af þessu. Einhverju yndislegu og einhverju voða- legu," segir stúlkan í sögunni. Verkið leggur sig fram við að sanna þá sýn með frásögn sinni; og því tekst það. Sagan er sögð í fögrum og myndsæknum stíl og þar vinnur hún sinn stærsta sigur. Mikil listræn fimi býr á bak við byggingu sögunnar ásamt ríkri og snjallri hugsun. Náttvíg er verk sem krefur lesandann um einbeitingu og þolin- mæði. Og vegna þess hversu gott bókmennta- verk það er, þá færir það lesanda sínum að lokum margfalt virði þess sem það upphaflega krafði hann um. Kolbrún Bergþórsdóttir Kvikmynd á bók Hallgrímur Helgason. Hella. Mál og menning 1990. 154 bls. Aðalsöguhetja Hellu er fjórtán ára stelpa sem lýkur vorprófunum, byrjar að vinna í sjoppu, fer á sitt fyrsta fyllerí, er skotin í Bigga en sefur hjá Gunna. Þetta er einfaldur söguþráður og við- fangsefnið virðist hlægilega hversdagslegt en undrið er að úr honum verður merkilegur texti. Það er einnig nokkurt afrek hjá höfundi að hafa bjargað unglingnum út úr því sérinnréttaða her- bergi sem íslenskar bókmenntir hafa búið hon- um. Þar hafa dramatískar gildrur jafnan legið við hvert fótmál og félagsleg vandamál af ýms- um toga freistað inngöngu, jafnvel gleypt ung- mennið með húð og hári. Helsti ókostur þessarar innilokunar er þó að hún hefur reyrt tungumál unglingsins niður í unglingabækurn- ar og margtuggið það í vandræðalegum ung- lingaþáttum útvarpsins þannig að tilraunir til að finna því nýjan farveg hafa átt erfitt uppdráttar. Rödd Helgu Drafnar, aðalsöguhetju Hellu, er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.