Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 12
lífsnauðsyn og sem betur fer ekki hættuleg öðrum, sérstaklega þegar í hlut á þjóð sem er fyrirmunað að ganga í takt. Öfgafull þjóðemisstefna þannig þjóðar getur í versta falli orðið hlægileg en sem betur fer ekki lífshættuleg. Ég leyfi mér hins vegar að gera skýran greinarmun á opinni og lokaðri þjóðemis- stefnu. Lokuð þjóðemisstefna afneitar hinu framandi, hún er árásarhneigð og hafnar í grundvallaratriðum því sem ekki er hið sama, hafnar því sem er öðm vísi. Opin þjóðemisstefna er einfaldlega sú stefna sem leitar sífellt að eigin þjóðar- vitund í samskiptum og samtali við aðra. Það er sú stefna sem er okkur nauðsyn. Við verðum bæði að horfa á okkur í eigin spegli og annarra. í þriðja lagi: í ljósi þess hversu lítið ís- lenskt þjóðfélag er, held ég að það sé sér- staklega veikt fyrir alls kyns þorpsmóral, hatri, öfund, afbrýðisemi og dekri við með- almennsku. Lítið samfélag á það til að gera samkomulag um að afhausa alla sem standa upp úr og hífa hina upp sem ekki ná með- allagi. Ég minnti áðan á þá staðreynd að frá upphafi hefur íslensk menning verið há- menntuð menning að kjama til og ekki folk- lór né þorpsmenning og eins gott að hún haldi því áfram. í fjórða lagi: Nýlega fékk ég þá hugdettu að íslenskt þjóðfélag og íslensk menning alveg sérstaklega væri geðbrigðasjúk, eins og það er kallað, en það er þýðing á manio- depressiv. Ég held að íslenskt þjóðfélag verði tæpast skilið betur en í þessu ljósi. Það er sama hvort litið er á efnahagslífið, nýsköpun í atvinnurekstri, loðdýr, lax, o.s.frv. eða menningarlífið, alls staðar birtist manni einkenni ólmhugans, þ.e.a.s. manns í man- íukasti annars vegar og geðlægðar hins veg- ar. Á sama hátt og geðbrigðasýki er hættu- leg og skelfileg þegar hún er komin á sjúklegt stig má segja að hún sé nauðsynleg öllu skapandi fólki og samfélögum. Hvað er sköpun og skapandi hugljómun annað en létt ólmhugakast? hafa sálfræð- ingar spurt. Án aðkenningar af geðbrigða- sýki er einstaklingur og samfélag leiðin- legt, dautt, stirðnað og ófært um að bregðast við óvæntum hlutum. Opin þjóðernisstefna er ein- faldlega sú stefna sem leitar sífellt að eigin þjóðarvitund í samskiptum og samtali við aðra. Það er sú stefna sem er okkur nauðsyn. Að lokum langar mig til þess að óska þess að okkur auðnist að halda geðbrigðasýkinni í jafnvægi og nýta raforku ólmhugans til ögrandi svara fyrir hönd menningarinnar og jafnframt nauðsynlega kalda gagnrýni geðlægðarinnar til innri gagnrýni og not- færa okkur sterkan, lifandi grunn íslenskrar menningar og mannlífs til átaka í hinu nýja þjóðfélagi samskiptanna, en það er ekki víst að allir hafi fengið það á hreint ennþá að þjóðfélag neyslunnar er dautt og þjóðfélag samskipta, fjarskipta og tjáskipta hefur tek- ið við. Við skulum klappa fyrir þeirri breytingu, því við erum tilbúin í dansinn ef við viljum. Ræða flutt á Menningarþingi Menntamálaráðuneyt- isins í Borgartúni 23. febrúar 1991. 10 TMM 1991:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.