Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 12
lífsnauðsyn og sem betur fer ekki hættuleg
öðrum, sérstaklega þegar í hlut á þjóð sem
er fyrirmunað að ganga í takt. Öfgafull
þjóðemisstefna þannig þjóðar getur í versta
falli orðið hlægileg en sem betur fer ekki
lífshættuleg.
Ég leyfi mér hins vegar að gera skýran
greinarmun á opinni og lokaðri þjóðemis-
stefnu. Lokuð þjóðemisstefna afneitar hinu
framandi, hún er árásarhneigð og hafnar í
grundvallaratriðum því sem ekki er hið
sama, hafnar því sem er öðm vísi.
Opin þjóðemisstefna er einfaldlega sú
stefna sem leitar sífellt að eigin þjóðar-
vitund í samskiptum og samtali við aðra.
Það er sú stefna sem er okkur nauðsyn. Við
verðum bæði að horfa á okkur í eigin spegli
og annarra.
í þriðja lagi: í ljósi þess hversu lítið ís-
lenskt þjóðfélag er, held ég að það sé sér-
staklega veikt fyrir alls kyns þorpsmóral,
hatri, öfund, afbrýðisemi og dekri við með-
almennsku. Lítið samfélag á það til að gera
samkomulag um að afhausa alla sem standa
upp úr og hífa hina upp sem ekki ná með-
allagi. Ég minnti áðan á þá staðreynd að frá
upphafi hefur íslensk menning verið há-
menntuð menning að kjama til og ekki folk-
lór né þorpsmenning og eins gott að hún
haldi því áfram.
í fjórða lagi: Nýlega fékk ég þá hugdettu
að íslenskt þjóðfélag og íslensk menning
alveg sérstaklega væri geðbrigðasjúk, eins
og það er kallað, en það er þýðing á manio-
depressiv.
Ég held að íslenskt þjóðfélag verði tæpast
skilið betur en í þessu ljósi. Það er sama
hvort litið er á efnahagslífið, nýsköpun í
atvinnurekstri, loðdýr, lax, o.s.frv. eða
menningarlífið, alls staðar birtist manni
einkenni ólmhugans, þ.e.a.s. manns í man-
íukasti annars vegar og geðlægðar hins veg-
ar. Á sama hátt og geðbrigðasýki er hættu-
leg og skelfileg þegar hún er komin á
sjúklegt stig má segja að hún sé nauðsynleg
öllu skapandi fólki og samfélögum.
Hvað er sköpun og skapandi hugljómun
annað en létt ólmhugakast? hafa sálfræð-
ingar spurt. Án aðkenningar af geðbrigða-
sýki er einstaklingur og samfélag leiðin-
legt, dautt, stirðnað og ófært um að bregðast
við óvæntum hlutum.
Opin þjóðernisstefna er ein-
faldlega sú stefna sem leitar
sífellt að eigin þjóðarvitund í
samskiptum og samtali við
aðra. Það er sú stefna sem er
okkur nauðsyn.
Að lokum langar mig til þess að óska þess
að okkur auðnist að halda geðbrigðasýkinni
í jafnvægi og nýta raforku ólmhugans til
ögrandi svara fyrir hönd menningarinnar
og jafnframt nauðsynlega kalda gagnrýni
geðlægðarinnar til innri gagnrýni og not-
færa okkur sterkan, lifandi grunn íslenskrar
menningar og mannlífs til átaka í hinu nýja
þjóðfélagi samskiptanna, en það er ekki víst
að allir hafi fengið það á hreint ennþá að
þjóðfélag neyslunnar er dautt og þjóðfélag
samskipta, fjarskipta og tjáskipta hefur tek-
ið við.
Við skulum klappa fyrir þeirri breytingu,
því við erum tilbúin í dansinn ef við viljum.
Ræða flutt á Menningarþingi Menntamálaráðuneyt-
isins í Borgartúni 23. febrúar 1991.
10
TMM 1991:2