Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 44
ann. Þá þegar voru Sovétríkin farin að vera mér afskaplega mikill þymir í augum. En meðal maóista á Norðurlöndum til dæmis var gagnrýni á Sovétríkin sennilega meiri heldur en á Bandaríkin. Ég var einhvem tíma utan í einhverjum slíkum hópum en ég var aldrei í þessu af lífi og sál, get ekki sagt að ég hafi starfað eitt eða neitt í stjóm- málasamtökum. Þú ert þá kannski alveg hœttur að hugsa um pólitík? Nei, ég er það ekki. Ég hef mikinn áhuga á pólitík svona frá degi til dags, fylgist vel með og hef skoðanir út og suður á hinu og þessu og æsi mig upp eða fagna eftir at- vikum. En ég get ekki gert það lengur undir einhverjum svona formerkjum. Og orðið sósíalisti þýðir svo margt. En hitt er svo annað mál að ég fylgi—ef maður væri bara að skoða sjálf orðin og sleppir öllum seinni tíma assósíasjónum út og suður sem bæst hafa við — þá er ég að sjálfsögðu sósíal- demókrati, þ.e.a.s. ég legg mikið upp úr lýðræði á öllum stigum og tel að auðvitað beri að stefna að jöfnuði; en sameign á framleiðslutækjunum færir okkur hvorugt. Opin menningarpólitík Nú erþað svo að þessum gríðarlega áhuga íslenskra vinstrimanna á árum áður á að standa vörð um íslenska menningu hœtti kannski stundum til að verða einhvers kon- arþjóðleg íhaldssemi, nesjamennska, inni- lokunarstefna eða afdalahyggja. Hvað finnst þér um það sjónarmið? Núna er ég auðvitað alveg jafn mikill áhugamaður og áður um að hið íslenska, hin íslenska tunga og menning og bók- menntir leysist ekki upp eða hverfi í breytt- um heimi. En hins vegar set ég stórt spurningarmerki við þessa afdalahyggju sem þú nefnir svo. Sú þjóðemisrómantík sem þar er á ferðinni, er eflaust skaðleg íhaldsstefna núna, fólk er að faðma elskuna sína til dauðs. Fjölmiðlaöldin er staðreynd; og þannig verður heimurinn. Og ég held að það að draga sig í hlé fyrirfram með ein- hvem meydóm, sem ekki megi glata, muni bara eins og slíkt háttalag alltaf gerir, leiða til uppþornunar. Nú, ég held það sé þá betra að offra aðeins af þessum meydómi og gá hvemig afkvæmin verða. Þó að það komi eitt og eitt óhreint bam með. Ég held að sagan sýni að íslensk menning hefur einmitt risið hæst þegar samskiptin eru mest. Og við höldum á okkar málum af reisn og engri minnimáttarkennd. Húmor, innblástur og druslur Nú varstu svona pólitískt þenkjandi á tíma- hili. En þaðfer ekki mikið fyrir pólitískum áróðri í bókum þínum nema efvera skyldi í Disneyrímum. I Disneyrímum er hreint og beint boðuð bylting, þær enda ekki á punkti og lokaorð bókarinnar, „nema“ vísar til þess að fólk taki ráðin í sínar hendur og breyti heim- inum. Þar má segja að ég hafi þar verið að gjalda keisaranum það sem keisarans var. Það er mín róttækasta bók. Svo kom öld sögunnar í stað öld pólitísks skáldskapar og boðunarbókmennta. Þá fóm menn að segja sögu sögunnar sjálfrar vegna — ekki til að boða neina sérstaka pólitík. Og það var stefna sem hentaði mér mjög vel, því ég reyni fyrst og fremst að vera húmoristi. Ég aðhyllist þá stefnu. Mér finnst að skáld geri yfrið nóg gagn með því að skemmta lesend- um sínum. Húmor er reyndar afskaplega merkilegt fyrirbæri, bæði sem aðferð og 42 TMM 1991:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.