Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 42
fræðiritgerðir þó að ég stúderi ýmislegt. Ég gaf út mína fyrstu bók áður en ég lauk námi, svo tók ég þetta háskólapróf, fil.kand., 1975, í bókmenntum og heimspeki í Lundi og fluttist í sömu andrá til Stokkhólms og hélt þar aðeins áfram að læra, ætlaði að bæta þar við mig sögu. Svo má segja að í Stokkhólmi hafi ég tekið endanlega ákvörðun um að helga mig ritstörfum. Pólitík Nú langar mig að að spyrja þig um pólitík. Þú varst einu sinni einhvers konar sósíal- isti, er það ekki? Jújú. Ég var sósíalisti, gekk þessa hefð- bundnu leið hér í gamla daga að fást við skáldskap og vera til vinstri, vera á móti hemum, á móti Bandaríkjunum — og fram- ferði þeirra í Víetnam hjálpaði ekki lítið til þess. Og sósíalisti merkti þá og merkir væntanlega enn sameignarsinni. Og á þeim tíma var maður alveg fullviss um að kapí- talistar væm vondir og það sem þeir ætluðu sér að gera væri fyrst og fremst að græða peninga. Og þeim þætti það þeim mun betra því verr sem þeir gætu leikið aðra um leið og þeir græddu sína peninga. Það er að segja því billegar sem þeir slyppu frá því, því lægri laun sem þeir borguðu og því meiri mengun sem þeir yllu og svo fram- vegis. Svo var á hinum vængnum þetta ídeal að allir ættu þetta saman. Þá væri náttúrlega fyrst og fremst hugsað um að búa til eitthvað sem allir þyrftu og borga fólkinu mjög góð laun og svo væri auðvitað gengið þannig frá öllum málum að tryggt væri t.d. að verksmiðjur menguðu ekki af því að allir ættu þær og svo framvegis. Einkakapítalisti sem væri að græða peninga liti ekkert á mengunarvarnir ef þær kostuðu peninga. Svona var þessu stillt upp. Svo voru þama hinum megin Sovétríkin og allt það. En á þessum ámm þegar ég var að mótast voru afskaplega fáir sem litu á þau lönd sem einhvers konar fyrirmynd, í raun og vem. Enda spurðu hægrimenn alltaf á móti: „Hvemig er með þennan sósíalisma ykkar, hvar er hann þá og hvernig á hann að vera?“ Og þá verðurðu bara að játa það að það varð tiltölulega fátt um svör. En samt var alltaf haldið í hugmyndina um sameign eins og var þama fyrir austan, að hún hefði nú til dæmis þetta við sig; og þá var nefnd meng- unin og allt það. En svo hefur tíminn liðið. Og hann hefur bara leitt í ljós að þetta var allt eintómt helvítis kjaftæði. Þessi aðferð sósíalismans, hún hefur bara gjörsamlega klikkað. Og menn verða bara að viðurkenna það. Hvort svo sem það á aftur að leiða til alls konar nomaveiða út og suður. En svona lít ég á málin í dag. Og þess vegna get ég alls ekki sagt að ég sé sósíalisti. Ég sé ekki að þessi stefna hafi leitt til neins góðs. Ahyggjur af íslenskri menningu hafa skipt þig miklu máli í sambandi við póli- tíkina. Já, á íslandi og í íslenskri pólitík skipti nærvera bandaríska hersins auðvitað meg- inmáli. Og við vitum hver undirrótin að því máli er. Þeir sem vom áberandi meðal her- námsandstæðinga, það vom menn sem höfðu miklar áhyggjur af íslensku þjóðemi, íslensku máli, íslenskri menningu. Þetta var þá sett upp þannig að það væri svo hættu- legt að fá þama mörg þúsund menn inn í landið og þeir væm með útvarp og sjón- varp, það var barist gegn öllu þessu. En við verðum að viðurkenna núna, að alla tíð frá byrjun gáfu tóninn menn sem voru alveg jafn hallir undir erlent vald og þeir sem á 40 TMM 1991:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.