Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Blaðsíða 54
venjulega inn í myrkraveröld glæpa til að
refsa fyrir dauða foreldranna. Spaugarinn
brýst út úr brjálsemi sinni, veröld óreiðu og
glæpa, inn í veröld hins venjulega, til að
hefna fyrir fáránlegt útlit sitt. Báðir eru þeir
ógn því samfélagi sem þeir leita inn í.
Inn á hælið
Hefndarþorsti Batmans, geðklofi hans og
samskipti Batmans og Spaugarans eru
meginviðfangsefni einnar nýjustu Batman-
bókarinnar, Arkham Asylum (Arkhamhæl-
ið). Hún gerist svo til öll á hæli fyrir geð-
sjúka afbrotamenn, þar sem erkiféndur Bat-
mans dvelja á milli þess sem þeir sleppa út
og sjá fyrir því að hann hafi örugglega
eitthvað að gera.
Spaugarinn hefur lagt undir sig geð-
veikrahælið, heldur þargíslum og ráðskast
með aðra sjúklinga. Hann heimtar í skiptum
fyrir gíslana að Batman komi til þeirra,
„... við viljum fáþig hingað íbrjálæðinga-
bælið, hingað, því hérátt þú heima“.5 Gord-
on lögregluforingi, fornvinur Batmans,
segir honum að hann þurfi ekki að fara,
lögreglan geti smalað saman víkingasveit,
hann skilji vel að Batman sé hræddur. Bat-
man svarar „. . . hræddur? Batman er ekki
hræddur við neitt. En ég er það. Ég er
hræddur. Ég er hræddur um að Spaugarinn
hafi rétt fyrir sér. Stundum velti ég því fyrir
mér hvort það sem ég geri sé heilbrigt. Og
Opna úr Arkham Asylum.
52
TMM 1991:2