Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 69
sem halda ávallt sínum „metafórísku" ein- kennum hvað sem tautar og raular.7 Sem listamaður væri umskapar mann- skepnan áreiti umhverfisins í myndir er hún sér fyrir hugskotssjónum sínum. Myndunum breytir hún svo í orð, orðunum í hugtök. Hugtök eru því nánast sem listaverk, gjörð úr lík- ingum, ættuðum úr mannheimum, því mað- urinn er mælikvarði allra hluta. Það er því engin furða þótt Nietzsche velji þann kostinn að setja mál sitt fram með skáldlegum og „retórískum“ hætti, miðl- unin er og verður boðskapurinn. Nietzsche er vissulega frjálst að skrifa eins og honum hentar. En hvemig veit hann að þekking- arferlið er með þeim hætti er hann hyggur? Eru ekki þau hugtök sem hann sjálfur beitir við að skýra ferlið jafn gegnsýrð líkingum og önnur? Nietzsche telur alla mannlega þekkingu blekkingu en hlýtur slíkt hið sama ekki að gilda um hans eigin þekkingu á þekkingarferlinu? En þó að tilraun Nietzsches til að setja jafnaðarmerki milli líkinga og sannleika sé dæmd til að misheppnast er ekki þar með sagt að hann hafi ekki nokkuð til síns máls. Vísindaheimspekingurinn Mary Hesse tel- ur, eins og Nietzsche, að öll æðri fræði séu gegndreypa af líkingamáli.8 Þegar vísinda- menn þeir, sem rýna í rúnir efnisins, segja að öreindir séu strengir en ekki punktar beita þeir líkingum. Þeir eru að hugtaka svið tilverunnar sem við höfum engan bein- an aðgang að og líkja þessum torkennilegu fyrirbærum við strengi.9 Flestir nútíma vísindaheimspekingar neita því að vísindin fáist við blákaldar staðreyndir, staðreyndimareru fræðaskotn- ar (theory-impregnated). Og meistari Nietzsche sagði fyrir margt löngu að ekki væru til neinar staðreyndir, aðeins túlkanir. Það er hvað sem öðru líður næsta víst að við ljáum öllu merkingu, það eitt er til sem fanga má í net málsins. „Þeim var ekki skapað nema að skilja,“ sagði skáldið. Því sannleikurinn er haldinn þeirri leiðu áráttu að halda fram hjá veruleikanum með tungu- málinu! En af kenningum strengjafræða hlýtur að mega leiða prófanlegar staðhæfingar sem er meira en sagt verður um bragamál. Og því má ekki gleyma að í vísindalegri orð- ræðu em líkingar ævinlega tæki, aldrei tak- mark. í bókmenntum er þessu oft öfugt farið, alla vega hafa skáldlegar líkingar allt- af gildi í sjálfum sér, jafnvel þegar þær eru jafnframt tæki. En nú gæti skarpviturgagnrýnandi bent á að prófanleikinn er sjálfur ekki prófanlegur og því ekki fremur kennimark skynsem- innaren reglurbragfræðinnar. I veröld and- ans ríkir því eilíf nótt hvar allir kettir eru gráir hvort sem þeir heita vísindi, listir eða heimspeki. En með rökfærslu sinni við- urkennir hann í reynd sérstöðu rökfræð- innar og þar með að afurðir andans eru ekki eins og sama súpan.10 Og ég held að hann játist einnig undir ok prófanleikans því rök hans gegn gildi prófanleikakröfunnar eru fólgin í því að segja að krafan sú standist ekki próf rökvísinnar. Að vísu er margt sem skilur prófsteina rökfræði og reynsluvís- inda, en samt hygg ég að rök gagnrýn- andans falli af ofangreindum sökum um sig sjálf. En auðvitað myndi sporgöngumaður Nietzsches ekki flytja mál sitt með hætti þess skarpvitra. Hann myndi koma skoðun sinni á framfæri á ljóðræna og málskrúðs- lega vísu og láta allan rökstuðning lönd og leið. Ef hann neitar nú að verja skoðun sína rökum þá höfum við enga ástæðu til að taka L TMM 1991:2 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.