Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 81
en hetjuskapur og hemaður gagnrýndur; að vera hetja eins og t.d. Þorgeir Hávarsson, Ólafur helgi eða Satan, er það versta sem nokkur maður getur verið. Síðasta orðið í Síðasta orðinu (1990) eftir Steinunni Sig- urðardóttur má greina goðsögnina um syndafallið eða sögnina um paradísarmissi bak við ytra form frásagnarinnar. Frásögnin er aðallega byggð á tilbúnum eftirmælum sem sögupersónur skrifa hver um aðra. Því má halda fram að í þessari bók sé togstreita milli hjarðskáldskapar, sem felur í sér minnið um hina töpuðu paradís, og eftir- mælanna sem bókmenntategundar, sem á fyrstu síðu bókarinnar em tengd hefð- bundnum íslenskum bókmenntum af þeirri persónu sem sögð er ritstýra eftirmælunum, Lýtingi Jónssyni: Þessi tegund bókmennta er í ætt við ýmis- legt; ritgerðir, smásögur, harmljóð, hetju- ljóð, og í undantekningartilvikum sem betur fer, við lygisögur, heilagramanna sögur og þjóðsögur. Bókmenntaform þetta er ugglaust jafn-einstakt og Islendingasög- ur voru á miðöldum áður. (Bls. 7) Bókin er m.a. gagnrýni á þann yfirborðs- lega hræsnisanda og misvísandi stíi sem oft einkennir eftirmæli í íslenskum blöðum, þar sem sannleikurinn um hina látnu kemur sjaldan berlega fram — að vísu oft af skilj- anlegum ástæðum. í þessari bók skrifar þó ein af persónunum, Friðþjófur ívarsen, eft- irmæli um sjálfan sig, og biður um að það birtist að sér látnum. í þessu eftirmæli, sem Lýtingur ritstjóri lætur nauðugur fljóta með í safninu, og sem birtist aftarlega í bókinni, kemur í ljós að Friðþjófur, sem varókvænt- ur og höfundur margra þeirra eftirmæla sem á undan fara, hafði haft náin sambönd við þrjár af þeim persónum sögunnar, sem hann skrifar eftirmæli um, þó að þetta hafi varla komið fram við lestur þeirra. Hann hafði átt með Geirþrúði, systur mágkonu sinnar, soninn Friðfinn, sem dó innan við tvítugt og var í augum þjóðfélagsins sonur þeirra Geirþrúðar og Leifs, manns hennar. Eftir dauða Lýtings kemur endurskoðandi, Óm- ar B. Ómarsson til sögunnar, og undir rit- stjóm hans birtist m.a. bréf sem Leifur sendir systur sinni Hrefnu þar sem kemur á daginn að Leifur hafði vitað um faðemi Friðfinns, andstætt því sem hinir líffræði- legu foreldrar héldu; og síðast en ekki síst ástarkvæði, sem birtist undir titlinum „Síð- asta orðið“ á öftustu síðu bókarinnar. Gefið er í skyn að kvæðið sé ort af öðm hvoru foreldri Friðfinns til hins. Að lesnum eftirmælum Friðþjófs um sjálfan sig verða sumar athugasemda hans í eftirmælum þeim sem hann skrifar um aðra öllu skiljanlegri og harmþrungnari en fyrr, eins og þegar hann vitnar í „Sonator- rek“ í eftirmæli sínu um Friðfinn, og þegar hann segir í eftirmælinu um bróður sinn Odd, eftir að hafa minnst á Geirþrúði: „Eg get ekki annað en litið dapur um öxl og harmað glatað sakleysi.“ (Bls. 20). Þessi hugmynd um glatað sakleysi eða tapaða paradís kemur þó skýrast fram í eftirmæli Friðþjófs um sjálfan sig, þar sem hann lýsir því hvemig þau Geirþrúður hittust fyrst, þegar hún var tólf ára, uppi í sveit við Sogið, og svo síðar, þegar hún var átján ára: „Því ég átti þig og þú áttir mig eitt sumar [.. .]. Og þú kysstir mig og vermdir eins og sólin sjálf. Þvílík undrasól. Þvílíkt sólarundur." (Bls. 116). Fegurð þessarar lýsingar TMM 1991:2 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.