Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 33
henni ekki samferða. Það er dónalegt að vera ungri stúlku samferða á
götu.
Svo leið veturinn fram að jólum. Hún kom sjaldnar í Unuhús en hún
átti vanda til. En ég sá hana öðru hvoru álengdar á götu. En þá tók ég
venjulega á mig krók. „Það er óviðeigandi,“ sagði ég við sjálfan mig,
,,[að] mæta stúlku á götu, sem maður elskar.“ Þegar kom fram á jóla-
föstuna sá ég hana oft í fylgd með dönskum manni, sem hér hafði orðið
innlyksa um haustið vegna styrjaldarhættu. Þau stóðu stundum hér og
þar í þröngum sundum, þegar tók að rökkva á kvöldin.
„Það er eitthvað óhreint í þessu,“ sagði ég við sjálfan mig. En næsta
dag kom hún upp í Unuhús, og þá sannfærðist ég um að það væri ekkert
óhreint í því. Ég spurði hana aldrei um bókina. Hún var sá rauði þráður,
sem tengdi okkur saman. Þegar hún er háttuð á kvöldin Ies hún auðvitað
í bókinni og þá hugsar hún: „Þessa bók á Þórbergur Þórðarson. Það hlýtur
að vera gáfaður maður, sem á svona góða ljóðabók.“
En svo sá ég hana næsta dag fyrir utan dymar á Gamla bíó í Bröttu-
götu. Danski maðurinn var með henni. Hann var grannvaxinn, snoppu-
fríður og ómerkilegur. Þau vom að fara [inn].
„Hvert í helvíti," hugsaði ég. „Er það þá svona? Hann hlýtur að fá
eitthvað hjá henni, fyrst hann býður henni á bíó.“
Daginn eftir keypti ég mér kogesflösku og blandaði hana með vatni
[og] rauðum dropum. Ég var í óvissu. Hvað ætti ég að gera?
Ég fór heim til kunningjakonu minnar inni á Laugavegi, stórviturrar
manneskju, sem þekkti mannshjartað út og inn. Ég sagði henni alla
söguna. Og hún svaraði:
„Reyndu að hafa mannskap í þér til að ná í helvítis stelpuna.“
„Ég vil ekki ná í neitt.“ Og ég hélt áfram að horfa upp á hana hér og
þar í sundum og mjóum götum. Hún var alltaf að verða fallegri og
fallegri.
Svo komu frostin miklu upp úr nýárinu. Ég sá hana ekki lengur neins
staðar á götu. „Þetta hefur ekkert verið,“ sagði ég.
Einn dag, þegar frostin vom sem mest sat ég inni í herberginu mínu
og sökkti mér niður [í] fomar vísnaskýringar. Það skíðlogaði í ofninum.
Þá var barið að dymm litlu fyrir ljósaskiptin. Ég opnaði hurðina. Það var
hún sem stóð utan við þröskuldinn. Hún kastaði á mig kveðju eins og hún
væri að heilsa veggnum bak við mig. Hún er auðvitað feimin. Svo gekk
hún rakleitt að ofninum og lyfti fótunum á víxl upp að eldholinu.
Svo sagði hún: „Hér er ég komin með bókina.“
„Jæja, þakk fyrir. Viljið þér ekki gera svo vel og setjast hér á stólinn?“
Og hún lét sig detta niður á stólinn, eins og hún væri annars hugar.
TMM 1991:2
31