Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 78
sjálfur geti nokkum tíma orðið — að hann muni aldrei geta keppt við þá. En síðar, þegar hann hefur afkastað töluverðu og öðl- ast sjálfstraust sem rithöfundur, lærir hann að meta gömlu bækumar, og að færa sér þær í nyt í sínum eigin verkum. Þar með er ekki sagt, að hann hætti alveg að líta á fombókmenntir gagnrýnisaugum, en við- horf hans til þeirra er í betra jafnvægi, það er þroskaðra en áður. í Sjálfstœðu fólki (1934-1935), sem kom út á undan þeim skáldsögum Halldórs sem ég minntist á framar, kemur skuld hans við íslenskar bók- menntir fyrri alda fyrst skýrt fram í þeim rímum sem hann leggur Bjarti í Sumar- húsum í munn; en ef til vill segir það nokk- uð um þróun hans, hvað ótta við áhrif snertir, að hann gefur þessari bók undir- titilinn „hetjusaga“, sem að sjálfsögðu á mjög vel við margar þeirra fomu frásagna sem hann hafnaði skilyrðislaust sem ungur maður. Syndafalliö í Pilti og stúlku „Ég held ifirleitt að ekki sé hægt að læra að skrifa níja íslensku af gamalli íslensku; það þarf eitthvað annað“, skrifaði Halldór Lax- ness árið 1923, sem fyrr segir. Slíkar áhyggjur eða kvíði hljóta að hafa búið að baki hjá þeim höfundum sem skrifuðu fyrstu íslensku skáldsögumar á 19. öld. Hvemig áttu þeir að fara að því að skrifa löng verk á íslensku í óbundnu máli án þess að búa til náttúrulausa stælingu á fomsög- unum? Þeim var að sjálfsögðu mjög í mun að hafna áhrifum fomsagnanna, jafnvel þó að þeir hafi sennilega ekki gert það á eins meðvitaðan og ákveðinn hátt og Halldór / # / gerði. I ágætri bók um Ast og útlegð: form og hugmyndafrœði í íslenskri sagnagerð 1850-1920 (1986), bendir Matthías Viðar Sæmundson á það, að í Pilti og stúlku, sem út kom árið 1850 og er fyrsta skáldsagan sem hann tekur til rækilegrar meðferðar, sé margt sem minni á hjarðskáldskap. Hér hef- ur hann helst í huga lýsingarnar á náttúru og sveitalífi í dalnum á Austurlandi þar sem elskendumir tveir, Indriði og Sigríður, pilt- ur og stúlka titilsins, alast upp, hvort sínum megin við ána, sem fellur eftir miðjum dalnum. Svo sem kunnugt er, er margt fleira en aðeins áin, sem skilur þau að í rás sög- unnar, sem gerist ekki öll í dalnum fyrir austan; en loks hittast þau aftur í Reykjavík, og þegar misskilningi hefur verið mtt úr vegi fara þau austur og giftast. Um þessa skáldsögu farast Matthíasi Viðari svo orð: Upphafs- og lokalýsingar sögunnar sýna ídealan heim og sækja snið sín í mýþu, sem við þekkjum vel úr sögu Adams og Evu í Biblíunni. Ferill söguhetjanna er og svip- aður. I upphafi er eining en síðan kemur mótsögnin til sögu: fallið, útreksturinn úr paradís. Þær hrekjast úr hvamminum inn í demónskan og spilltan heim en komast þó til baka að lokum andstætt frumforeldr- unum. (Bls. 52). Margir íslenskir höfundar um miðja 19. öld hefðu getað þekkt þessa mýþu eða goðsögn ekki aðeins úr Biblíunni heldur líka úr þýð- ingu Jóns Þorlákssonar á Paradísar missi, sem fyrst kom út í heild árið 1828. Fyrstu Ijóð kvæðsins — sem er tólf ljóð alls — komu hins vegar út í þýðingu Jóns í bindum nr. 13-15 af Riti þess konúngliga íslenzka lœrdóms-listafélags á árunum 1794—1798. Að þessum þremur ljóðum mun ég beina sjónum þegar ég vitna í þýðinguna hér á eftir, enda hafði ég ekki aðgang að þýð- 76 TMM 1991:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.