Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 51
hliðstæður, tvískiptur veruleiki þar sem á
yfirborðinu er regla en undir niðri óreiða.
Bruce Wayne er einfaldur og viðfelldinn
maður sem virðist ekki þurfa að hafa mikið
fyrir lífi sínu. Hann tekur þátt í daglegu
amstri borgarinnar en þegar rökkvar, fer
hann í leðurblökubúninginn og hverfur inn
í annað samfélag, undirheima borgarinnar,
til þess að eita uppi glæpamenn. Hann
breytist í dýr sem lifir til þess að hefna fyrir
foreldramissinn. Hann erpersónugervingur
borgarinnar þar sem andstæðumar takast á
um yfirráðin.
Batman er þó sjálfráður gerða sinna, að
mestu leyti. Hann er Bruce eða Batman og
skiptir um hlutverk eftir því sem honum
hentar. Bmce lifir samkvæmt lögum og
reglum sem banna honum að elta glæpa-
menn til þess að hefna aðskilnaðarins við
foreldrana, Batman er undankomuleið, far-
vegur fyrir tilfinningar sem Bruce er ekki
leyft að sýna eða fara eftir. Veruleiki Got-
hamborgar er tvískiptur á sama hátt, heil-
brigt hversdagslíf borgarinnar og spillt
„næturlíf ‘ hennar eru tveir aðskildir heimar
þar sem Batman flakkar á milli. Þar er um
að ræða árekstur tveggja táknkerfa, form-
festu daglegs lífs og óreiðu næturinnar. Sá
hluti Wayne sem er Batman, grundvallast á
þeim aðskilnaði, þeirri eilífu þrá sem
myndast við aðskilnað bams við móður
sína, þegar heimurinn þröngvar honum til
að standa á eigin fótum, hrifsar af honum
báða foreldrana. Wayne bregst við með því
að kljúfa persónu sína þar sem dýrsleg þrá
hans og tilfinningaofsi fá útrás með ofbeldi
gegn þeim sem drápu foreldra hans.
Batman setur samasemmerki á milli
morðingjans, og allra glæpamanna. Allir
glæpamenn eru vondir, hann hefur því ein-
kenni ofsóknarbrjálaðs geðklofa. Það er
svo ekki fyrr en með uppgangi vísinda-
skáldsagnanna í lok 6. áratugarins sem
persóna Batmans fer að verða persónu
Bruce Wayne yfirsterkari, óreiðan ryðursér
til rúms í hversdagsleikanum.
Geöklofinn í Gothamborg
í Detective Comics númer 250, í desember
árið 1957, berst Batman við glæpahneigða
geimveru frá plánetunni Skar. „Skyndilega
var Batman og Robin kippt út úr myrkri
veröld götusunda og húsþaka og fleygt inn
í aðrar víddir og ókunn sólkerfi.“2 Batman
og Robin lentu í ótal hremmingum upp frá
þessu, og á tímabili birtist varla sú saga með
þeim kumpánum að annar þeirra eða báðir,
umbreyttust ekki á hryllilegan eða þá
spaugilegan hátt fyrir tilstilli geimvera eða
dularfullra vísindamanna, geisla eða eitur-
efna o.s.frv. Batman þarf þá allt í einu að
kljást við geimverur og glæpamenn á vett-
Geislarog geimverur.
(Úr Tales of the Dark Knight.)
TMM 1991:2
49