Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Qupperneq 72

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Qupperneq 72
ég reyndar tæpti á í umfjölluninni um Nietzsche. Ætla má að skynjun okkar sé gegnsýrð tilfinningum, gildismati og hugmyndum um veruleikann. Þessu til staðfestingar skulum við líta sem snöggvast á sjónina. Hvað er að horfa, hvað er að sjá? Þegar við horfum á eitthvað beinum við sjónum að einhverju sem vekur áhuga okkar, hræðir okkur, gleður, vekur viðbjóð eða aðdáun. Ég segi stundum bæði í gamni og alvöru að við fellum gildisdóma með augunum, í brennidepli er ævinlega það sem skiptir okkur mestu máli innan sjónhringsins. Eitthvað svipað gildir um önnur vit, við einbeitum okkur að því að hlusta á tónlist og skellum skollaeyrum við öðrum hljóð- um á meðan, vínsmakkarinn „beinir“ bragðlaukum sínum að ákveðnum eigind- um vínsins o.s.frv. Skynjun okkar virðist því bundin kenndum og gildum órjúfandi böndum. Og eins og sjá má af dæmunum sem ég tók einbeitir skáldið sér oftast að þessum þætti skynjunarinnar. Og ég get ekki stillt mig um að bæta enn einu dæminu við. í einkar snoturri smásögu, „Snjór í París“, lýsir Thor Vilhjálmsson því hvemig sálarástand sögupersónanna litar skynjun þeirra á nýföllnum snjó. Höfundur gefur okkur kost á því að sjá snjóinn með augum persónanna, en slíkt gæti vísindaleg rann- sókn á skynjuninni tæpast gert.18 Nú er skynreynslan vafalítið mikilvæg- asta hráefni þekkingarinnar, án hennar eng- in þekking, ekkert vit án vita! En án gilda og kennda væri heldur engin skynreynsla. Skáldið getur veitt innsýn í þá þætti reynsl- unnar sem varða gildi og kenndir; þar af leiðandi stendur skáldleg innsýn undir nafni. En bjöminn er ekki unninn enn. Þögul vissa og staðhæfingar um staðreyndir eiga það sammerkt að vera prófanlegar. Auk þess em til yrðingar sem em röklega sannar, t.d. yrðingin „piparsveinn er ókvæntur maður“. Skáldleg innsýn aftur á móti er tæpast prófanleg í neinum venjulegum skilningi orðins og skáldlegar yrðingar hreint ekki röklega sannar. En em ekki reynslan og rökvísin einu uppsprettulindir mannlegrar þekkingar? Er þá nokkuð meiri þekkingarauki að skáldlegri „innsýn“ en óráðsómm köldusóttarsjúklings? En við getum lært af „skarpvitra gagn- rýnandanum“ að staðhæfingin (S), „öll þekking er ýmist reynsluþekking eða rökleg þekking“ er tæpast sönn í krafti reynslu. Við getum ekki staðhæft að svo sé án þess að gefa okkur það sem við ætlum að sanna, nefnilega að reynslan sé upp- sprettulind þekkingarinnar. Og (S) er aug- Ijóslega ekki röklega sönn, það er hægt að hafna henni án þess að lenda í röklegri mótsögn. „In my beginning is my end“, (S) fellur um sig sjálfa. Þessi rök gegn hefðbundinni raunhyggju em gömul og margtuggin, nú síðast af mér í greininni „Listin og spekin“, reyndar í dálítið annarri mynd. En af rökfærslunni má draga þær ályktanir að þekkingin hafi ekkert gefið eðli, engan kjama sem blikar innst inni. Það er enginn hvirfilpunktur í stormviðrum hennar versu, enginn „still point in the turning world“.19 „Þekkingu“ nefni ég „slönguhugtak“, það er sem slanga er bítur í halann á sjálfri sér. Altækar staðhæfingar um eðli þekkingar- innar hafa nefnilega sjálfar sig að viðfangs- efni. En viti ég það þá veit ég altént nokkuð. Og með því að gera hina hefðbundnu rök- semdafærslu gegn (S) að minni hef ég rétt eins og „skarpvitri gagnrýnandinn“ viður- 70 TMM 1991:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.