Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 19
stuðning í villukenningunum og hinum úreltu hugmyndum, var hún hræðileg bók og höfundurinn vitlaus maður. Þvílíkt svín hafði aldrei áður sést arka út á ritvöll íslenskra bókmennta. Það voru auðvitað pólitísku skoðanimar og árás mín á klerka og kirkju, sem hleypti illu blóði í menn. En hræsnin varð að finna sér vegi, sem hægt væri að hylja undir einhverju óeigingjarnara yfirskini. Þess vegna var mér fundið það til foráttu, að ég færi með siðlaust orðbragð: guðlast, klám, blót og formælingar. Óléttu- kaflinn var notaður sem sönnun þess að ég væri genginn af göflunum. Það getur enginn maður með öllum mjalla ímyndað sér svo vitfirr- ingslega fjarstæðu að hann sé óléttur. En því var alveg gleymt, að kaflinn er ekki lýsing á hugmyndum fullorðins manns, heldur bams, sem ekki ber neitt skyn á lögmál kynferðismála. Þannig kappkostuðu andstæðing- ar bókarinnar að nota hvert það atriði, sem þeir héldu að gæti orðið mér til háðungar. Sumir fylltust svo mikilli óvild í minn garð, að þeir höfðu á orði að það ætti að flytja mig burt úr landinu. Þetta hatur fékk endumýjaðan þrótt haustið 1925, þegar ég birti á prenti Opið bréf til Áma Sigurðssonar fríkirkjuprests og síðar Eldvígsluna. (Bls. 272-276). Rithöfundur Bréf til Lám var ekki hugsað upphaflega sem bók né upphaf að rithöfundarferli. Það var aðeins hugsað sem einfalt sendibréf og tilorðið sem innblástur augnabliksins. Eg hafði aldrei hugsað mér að verða rithöfundur. Ég hafði aldrei haft neina löngun til þess. Ég fann ekki til þess nægilega hæfileika hjá sjálfum mér. Og þar að auki var ég að eðlisfari feiknarlega krítiskur bæði á ljóð og óbundið mál. Tilfinning mín fyrir bundnu máli var orðin svo nákvæm og hárfín, að mér fannst ég finna á augabragði á hvaða stigi vísa eða kvæði stóð sem listrænt verk. Ég fann undir eins, hvort þetta var hinn ósvikni tónn, hin sanna nóta, hvaða orð voru vel sögð eða rétt orðuð og hver hljómuðu falskt eða ósvikið, hvort kvæðið var vel uppbyggt eða óskapnaður. Að sama skapi þroskaðist smekkur minn á óbundið mál, að því að mér fannst. Ég sá alls staðar galla á máli, stíl og hugsun, fannst flestar bækur leiðinlega skrifaðar, og gagnrýni mín á sjálfs míns skrif varð næstum takmarkalaus. Ég margskrifaði næstum hverja setningu, velti fyrir mér hverju orði. Og þegar ég hafði að lokum hreinskrifað allt TMM 1991:2 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.