Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 4
Sveinn Yngvi Egilsson Tófusaga Hefði maður fæðst undir steini uppi í sveit eins og tófan þá horfði nú líklega margt öðruvísi við manni. Maður hefði kannski ekki trýni en maður fyndi sterka lykt alls staðar. Sérstaklega í miðbænum. Lykt af frakkaklæddu kjöti, af seðjandi lærum í þunnu næloni. Og allt svo sauðþægt, sauðheimskt, grunlaust, grátt. Maður léti samhengislaus hljóð þess og hjal sem vind um eyru þjóta, maður léti nefið ráða. Og maður væri lævís og refslegur. Maður hefði kannski ekki feld til að hylja sig með en maður kynni að læðast, leynast, liggja, bíða þolin- móður, slökkva á sjálfum sér meðan grunur fómarlambsins yrði smám saman að engu, menn vona líka alltaf það besta, alveg fram í rauðan dauðann, það er furðulegt. Tófan vonar ekki, hún veit. Og hún hefur tennur og rauða tungu. Maður fengi sér heiðarlegt og meinleysislegt starf í miðbænum, kannski sem bókavörður á Landsbókasafninu eða kennari í Mennta- skólanum, eitthvað. Og maður biði síns tíma. En svo færi maður að kunna starfinu vel, líka við skruddurnar, færi að heyra talið, hlusta, skilja, sjá eitthvað í augunum sem mættu manni. Auðvitað gleymdi maður ekki uppruna sínum, hann lifði í manni sem góð lyktarminning um jörð á vori, lyngið, grenið, loðna líkama, kaldan snjó og rennandi vatn. Og lömb og blóð. En maður væri ekki lengur bam sveitarinnar, nefíð það dofnar innan um alla þessa borgarlykt. Kjötið yrði að fólki og maður missti lystina. Og maður eltist og yrði að lokum eins og refur hið ytra, hárugur, hokinn, lúskraðist sína leið með lafandi skott. En hið innra væri engin tófa lengur, og það þó að maður hefði fæðst undir steini uppi í sveit. 2 TMM 1992:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.