Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 4
Sveinn Yngvi Egilsson
Tófusaga
Hefði maður fæðst undir steini uppi í sveit eins og tófan þá horfði nú
líklega margt öðruvísi við manni.
Maður hefði kannski ekki trýni en maður fyndi sterka lykt alls staðar.
Sérstaklega í miðbænum. Lykt af frakkaklæddu kjöti, af seðjandi lærum
í þunnu næloni. Og allt svo sauðþægt, sauðheimskt, grunlaust, grátt.
Maður léti samhengislaus hljóð þess og hjal sem vind um eyru þjóta,
maður léti nefið ráða.
Og maður væri lævís og refslegur. Maður hefði kannski ekki feld til
að hylja sig með en maður kynni að læðast, leynast, liggja, bíða þolin-
móður, slökkva á sjálfum sér meðan grunur fómarlambsins yrði smám
saman að engu, menn vona líka alltaf það besta, alveg fram í rauðan
dauðann, það er furðulegt. Tófan vonar ekki, hún veit. Og hún hefur
tennur og rauða tungu.
Maður fengi sér heiðarlegt og meinleysislegt starf í miðbænum,
kannski sem bókavörður á Landsbókasafninu eða kennari í Mennta-
skólanum, eitthvað. Og maður biði síns tíma.
En svo færi maður að kunna starfinu vel, líka við skruddurnar, færi
að heyra talið, hlusta, skilja, sjá eitthvað í augunum sem mættu manni.
Auðvitað gleymdi maður ekki uppruna sínum, hann lifði í manni sem
góð lyktarminning um jörð á vori, lyngið, grenið, loðna líkama, kaldan
snjó og rennandi vatn. Og lömb og blóð. En maður væri ekki lengur bam
sveitarinnar, nefíð það dofnar innan um alla þessa borgarlykt. Kjötið yrði
að fólki og maður missti lystina.
Og maður eltist og yrði að lokum eins og refur hið ytra, hárugur,
hokinn, lúskraðist sína leið með lafandi skott.
En hið innra væri engin tófa lengur, og það þó að maður hefði fæðst
undir steini uppi í sveit.
2
TMM 1992:2