Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 7
hann geti þjónað sem upplýsandi menning-
arrýni.
I. Gerpla Dagnýjar Kristjánsdótt-
ur: Þrír á freudískum flótta.
1
í túlkun sinni á Gerplu beitir Dagný Krist-
jánsdóttir aðferð sálgreiningarinnar. Tak-
markið er að stefna saman textanum og
aðferðinni og hún vitnar í bandarískan bók-
menntafræðing sem segir að
bókmenntirnar og sálgreiningin eigi að
mætast stoltar og jafnréttháar í túlkuninni,
þannig að þessar tvær greinar varpi Ijósi
hvoráaðra [skáletur Dagnýjar; bls. 301].
Hún talar um „stefnumót teóríu og texta“
og telur túlkun Helgu Kress á Tímaþjófi
Steinunnar Sigurðardóttur nærtækt dæmi
um stefnumót af þessu tagi.4 Ætla má að sú
túlkun uppfylli þær aðferðafræðilegu kröf-
ur sem Dagný gerir til þesskonar stefnu-
móta. Ég er henni ósammála í því efni og
mun víkja að því síðar.
Abyrgð túlkandans vex um leið og text-
inn (eða einstakar persónur hans) er gerður
að viðfangi kenninga tiltekins skóla, án til-
lits til víðara samhengis. Hjá Dagnýju er
það skóli sálgreiningarinnar, með ívafi hins
nýja femínisma, sem heldur á fund Medúsu
sjálfrar; Gerpla er engin venjuleg bók.
Dagný ætlar sér að „rekja tvo þræði úr
vefnum — ástina og óhugnaðinn“ (302), en
til þess skoðar hún karlhetjur Gerplu, sam-
band þeirra við sjálfa sig, samband hvers
við annan og samband þeirra við konur.
Bilið á milli formsins og hins óhugnanlega
innihalds skapar íroníska tvíræðni og marg-
ræðni, „verður gróteskt“, segir hún. Hin
íroníska tvíræðni kallar svo á túlkun sál-
greiningarinnar.
Þar með snýr Dagný sér að myrku djúpi
sálarfylgsna þeirra Þorgeirs Hávarssonar,
Þormóðs Bessasonar og Ólafs Haraldsson-
ar, og ógnvekjandi opinberun óhugnaðar í
ástar stað. Það er „freistandi“, segir hún, að
stefna Gerplu og sálgreiningunni saman.
Þá er ekki aðeins verið að athuga hvað
Gerplu-texúnn segir beint — heldur ekki
síður hvað hann gerir, hvaða áhrif hann
hefur (302).
Það er vegna þess að „málið snýst ekki
aðeins um hina meðvituðu hugmynda-
fræði, hinn meinta boðskap, heldur líka —
og ekki síður — um sefjunina, „töfrana“,
hinn ómeðvitaða boðskap“ (316). Hvort
sem sálgreiningin er jafnoki Gerplu eða
ekki, þá getum við strax dregið eftirfarandi
ályktun: túlkunin fæst við afmörkuð svið
bókarinnar og forsendur hennar byggja á
freudískri hugmynd um vanda og böl
manneskjunnar.
Og hvað kemur í ljós? Hinn „ómeðvitaði
boðskapur“ sýnir okkur, að hetjumar þrjár
eru allar á flótta undan hinu kvenlega. Þeir
fyllast ótta við eigin þrá, og þar sem hið
kvenlega fullnægir í mesta lagi þörf þeirra
en ekki þrá, verður þjáning þeirra allra að
óttanum við hið kvenlega. Þorgeir skelfist
hjá ekkjunni í Normandí, Þormóður hjá
Kolbrúnu á Grænlandi og Ólafur konungur
nóttina fyrir ormstuna á Stiklarstöðum. í
stuttu máli rekur Dagný hverja hetju af sínu
fjalli í sameiginlegar réttir óttans: „Hetju-
hugsunin, karlmennskan, dýrkun valdsins
er svar eða flótti frá þessum viðbjóði, þess-
um ótta við „hið kvenlega“, sem er eins og
TMM 1992:2
5