Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 7
hann geti þjónað sem upplýsandi menning- arrýni. I. Gerpla Dagnýjar Kristjánsdótt- ur: Þrír á freudískum flótta. 1 í túlkun sinni á Gerplu beitir Dagný Krist- jánsdóttir aðferð sálgreiningarinnar. Tak- markið er að stefna saman textanum og aðferðinni og hún vitnar í bandarískan bók- menntafræðing sem segir að bókmenntirnar og sálgreiningin eigi að mætast stoltar og jafnréttháar í túlkuninni, þannig að þessar tvær greinar varpi Ijósi hvoráaðra [skáletur Dagnýjar; bls. 301]. Hún talar um „stefnumót teóríu og texta“ og telur túlkun Helgu Kress á Tímaþjófi Steinunnar Sigurðardóttur nærtækt dæmi um stefnumót af þessu tagi.4 Ætla má að sú túlkun uppfylli þær aðferðafræðilegu kröf- ur sem Dagný gerir til þesskonar stefnu- móta. Ég er henni ósammála í því efni og mun víkja að því síðar. Abyrgð túlkandans vex um leið og text- inn (eða einstakar persónur hans) er gerður að viðfangi kenninga tiltekins skóla, án til- lits til víðara samhengis. Hjá Dagnýju er það skóli sálgreiningarinnar, með ívafi hins nýja femínisma, sem heldur á fund Medúsu sjálfrar; Gerpla er engin venjuleg bók. Dagný ætlar sér að „rekja tvo þræði úr vefnum — ástina og óhugnaðinn“ (302), en til þess skoðar hún karlhetjur Gerplu, sam- band þeirra við sjálfa sig, samband hvers við annan og samband þeirra við konur. Bilið á milli formsins og hins óhugnanlega innihalds skapar íroníska tvíræðni og marg- ræðni, „verður gróteskt“, segir hún. Hin íroníska tvíræðni kallar svo á túlkun sál- greiningarinnar. Þar með snýr Dagný sér að myrku djúpi sálarfylgsna þeirra Þorgeirs Hávarssonar, Þormóðs Bessasonar og Ólafs Haraldsson- ar, og ógnvekjandi opinberun óhugnaðar í ástar stað. Það er „freistandi“, segir hún, að stefna Gerplu og sálgreiningunni saman. Þá er ekki aðeins verið að athuga hvað Gerplu-texúnn segir beint — heldur ekki síður hvað hann gerir, hvaða áhrif hann hefur (302). Það er vegna þess að „málið snýst ekki aðeins um hina meðvituðu hugmynda- fræði, hinn meinta boðskap, heldur líka — og ekki síður — um sefjunina, „töfrana“, hinn ómeðvitaða boðskap“ (316). Hvort sem sálgreiningin er jafnoki Gerplu eða ekki, þá getum við strax dregið eftirfarandi ályktun: túlkunin fæst við afmörkuð svið bókarinnar og forsendur hennar byggja á freudískri hugmynd um vanda og böl manneskjunnar. Og hvað kemur í ljós? Hinn „ómeðvitaði boðskapur“ sýnir okkur, að hetjumar þrjár eru allar á flótta undan hinu kvenlega. Þeir fyllast ótta við eigin þrá, og þar sem hið kvenlega fullnægir í mesta lagi þörf þeirra en ekki þrá, verður þjáning þeirra allra að óttanum við hið kvenlega. Þorgeir skelfist hjá ekkjunni í Normandí, Þormóður hjá Kolbrúnu á Grænlandi og Ólafur konungur nóttina fyrir ormstuna á Stiklarstöðum. í stuttu máli rekur Dagný hverja hetju af sínu fjalli í sameiginlegar réttir óttans: „Hetju- hugsunin, karlmennskan, dýrkun valdsins er svar eða flótti frá þessum viðbjóði, þess- um ótta við „hið kvenlega“, sem er eins og TMM 1992:2 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.