Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 31
Stefán Sigurkarlsson Henningsen og Kolfinna (Úr Hólmanespistlum) Hólmanesþorp stendur á lágu nesi sem gengur inn í Jökulflóa sunnan- verðan; fremur sviplítill staður, að flestra dómi, en þó girtur fjöllum á þrjá vegu. Ekki virðast fjöllin þó veita byggðinni mikið skjól; því það er engu lrkara en að vindar norðurhjarans hafi hér fundið blett á landakort- inu þar sem þeir gætu haft sitt eigið almanak, og sótt að mönnum og málleysingjum hvem dag sem Guð gefur. Með því að íbúar þessa staðar voru sjálfir hluti af duttlungum náttúr- unnar, rétt eins og grasið og sauðkindin, bjuggu þeir yfír visku eða æðmleysi, sem margur hefði mátt öfunda þá af. Dauðinn til að mynda, sem einlægt kemur sem reiðarslag yfir fólk nú á dögum, var þeim yfirleitt enginn óvæntur gestur, því þeir litu á hann sem óhjákvæmilega afleiðingu lífsins. Það var eins með ástina; hún setti sjaldnast allt úr skorðum meðal þeirra, en vel að merkja, hér áður fyrr lögðust spilin alltaf rétt; sýslu- mannsdóttirin giftist syni prófastsins o.s.frv. og seinna meir þegar stétta- skipting hafði riðlast sá pólitíkin til þess að örvar ástarguðsins lentu á réttum stöðum, en brestir vildu þó stundum koma í þann ramma, og þá komust ýmsar sögur á kreik, oftast ærið mótsagnakenndar og losaralegar. Öllu heillegri voru sum gömlu munnmælin. Eins og til dæmis sagan af Kolfinnu og Henningsen apótekara. Anton Karl Henningsen hét danskur maður, sem komið hafði til Hólma- ness um miðbik síðustu aldar til þess að taka við apótekinu af Möller sem var á förum til Danmerkur. Þegar nýr embættismaður kemur í þorp, er hann samstundis aðalmað- urinn á staðnum. Fyrirfólkið býður honum heim og fátæklingamir skoða hann í laumi eins og skólaböm nýjan kennara. Það kom á óvart hvað nýi TMM 1992:2 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.