Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 31
Stefán Sigurkarlsson
Henningsen og Kolfinna
(Úr Hólmanespistlum)
Hólmanesþorp stendur á lágu nesi sem gengur inn í Jökulflóa sunnan-
verðan; fremur sviplítill staður, að flestra dómi, en þó girtur fjöllum á
þrjá vegu. Ekki virðast fjöllin þó veita byggðinni mikið skjól; því það er
engu lrkara en að vindar norðurhjarans hafi hér fundið blett á landakort-
inu þar sem þeir gætu haft sitt eigið almanak, og sótt að mönnum og
málleysingjum hvem dag sem Guð gefur.
Með því að íbúar þessa staðar voru sjálfir hluti af duttlungum náttúr-
unnar, rétt eins og grasið og sauðkindin, bjuggu þeir yfír visku eða
æðmleysi, sem margur hefði mátt öfunda þá af. Dauðinn til að mynda,
sem einlægt kemur sem reiðarslag yfir fólk nú á dögum, var þeim yfirleitt
enginn óvæntur gestur, því þeir litu á hann sem óhjákvæmilega afleiðingu
lífsins. Það var eins með ástina; hún setti sjaldnast allt úr skorðum meðal
þeirra, en vel að merkja, hér áður fyrr lögðust spilin alltaf rétt; sýslu-
mannsdóttirin giftist syni prófastsins o.s.frv. og seinna meir þegar stétta-
skipting hafði riðlast sá pólitíkin til þess að örvar ástarguðsins lentu á
réttum stöðum, en brestir vildu þó stundum koma í þann ramma, og þá
komust ýmsar sögur á kreik, oftast ærið mótsagnakenndar og losaralegar.
Öllu heillegri voru sum gömlu munnmælin. Eins og til dæmis sagan af
Kolfinnu og Henningsen apótekara.
Anton Karl Henningsen hét danskur maður, sem komið hafði til Hólma-
ness um miðbik síðustu aldar til þess að taka við apótekinu af Möller sem
var á förum til Danmerkur.
Þegar nýr embættismaður kemur í þorp, er hann samstundis aðalmað-
urinn á staðnum. Fyrirfólkið býður honum heim og fátæklingamir skoða
hann í laumi eins og skólaböm nýjan kennara. Það kom á óvart hvað nýi
TMM 1992:2
29