Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Qupperneq 34
uppljómaðar. Ráðskonan unga fékk inni uppi á loftinu, í svokölluðu norðurherbergi, með glugga niður að sjónum. Apótekarinn svaf aftur á móti í gamla svefnherberginu í suðurenda hússins. Hér höfðu forlögin sett undir sama þak unga stúlku og mann á besta aldri; bæði voru þau efnismanneskjur og sjálfum sér ráðandi að öllu leyti. Var það þá svo undarlegt að fólk leyfði sér að vænta einhvers konar ævintýris í framhaldi af þessu útspili forsjónarinnar? Vel varð að hyggja að fyrstu teiknum. Það skin af lömpum og kertum, sem greint varð á gluggum apóteksins eftir að skyggja tók, gaf tilefni til ýmiss konar bollalegginga. Venjulega hurfu öll ljós úr stofunum niðri um tíuleytið á kvöldin, en upp úr því sáust týrur uppi á lofti, í norður- og suðurherbergjunum. Kvöld eitt snemmvetrar þegar dimmt var orðið niðri, sást ekkert ljós í suðurglugganum uppi, en aðeins hjá Kolfinnu og logaði það langt fram á nótt. Þetta endurtók sig með litlum hléum fram á þorra, en þá brá svo við að ljós tóku að loga niðri lengi kvölds og einnig uppi á loftinu, í öðru hvoru herbergjanna. Metta í Nýjabæ kunni að leggja saman tvo og tvo og lá ekki á útkomunni. Aðrir fóru varlegar í sakimar; þeim fannst sem raunvemleiki dagsbirtunnar kæmi ekki heim og saman við hugmyndir um blómstrandi ástir í apótekinu. Eða hvers vegna sáust þau Henningsen aldrei saman úti við? Og hvers vegna var Kolfinna svona lítið kát, hún sem hafði alltaf verið svo glaðleg? Svo kom vorið og með því birta sem gerði alla lampa og öll kerti óþörf. Húsasund og stígar þorpsins urðu eitt allsherjarforað og gamal- kunn lykt af slori og mykju mettaði loftið að nýju. Kolfinna fór inn í Dali að vitja foreldra sinna. Þeim hafði borist eitt og annað til eyma utan úr Nesi og móðir hennar spurði hana umbúðalaust að því hvort apótekarinn hefði borið upp bónorðið. Nei, ekki ennþá — svaraði Kolfínna og roðnaði við. Hann lagðist í norðanátt með sólskini; sjórinn varð dimmblár og það var kalt í veðri, sumarið var samt komið — samkvæmt almanakinu — og kannski var það nokkur bót í máli. Fé var rekið á fjall og menn fóm að huga að færum sínum og lóðum. Henningsen eignaðist hesta, gráa hryssu sem Perla hét og var sunnan úr firði, einnig brúnan reiðhest sem hann keypti af sýslumanni. 32 TMM 1992:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.