Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 38
breytingarlausir eins og lykkjur á prjóni, og það sem menn kalla framfarir
lét lítt á sér kræla, og í sveitinni var allt með sömu ummerkjum og verið
hafði öldum saman.
Hólmnesingar héldu áfram að sækja sjóinn og vafstra kringum þurra-
búðir sínar eins og feður þeirra og afar höfðu gert á undan þeim. Stundum
urðu þeir þó æði kappsfullir enda sjálfgefið að á slíkum stað kemst enginn
lífs af án þess að búa yfir töluverðri hörku. Sjaldnast beindu þeir þó
spjótum sínum hver gegn öðrum, en strituðu skipulega eins og maurar í
þúfu. Flestir höfðu í sig og á sem kallað er, en fátæktin var þó alla jafna
nægileg til þess að viðhalda gæsku hjartans.
Henningsen apótekari naut trausts á staðnum. Hann hafði orð á sér
fyrir að vera lipur, en þó hæfilega fyrirmannlegur; gekk ekki hart eftir
greiðslum, og sagt var að fátæklingar fengju stundum hjá honum meðul
án þess að borga þau nokkurn tíma. Þegar hann stóð ekki í apótekinu sat
hann og las í stofu sinni, eða gekk úti með hundinn. Stundum þáði hann
heimboð og stöku sinnum komu til hans gestir og þótti hann góður heim
að sækja. Kolfinna var orðin gróin í ráðskonustöðunni og sá um allt
heimilishald af myndarskap. Fólki fannst hún kuldaleg í viðmóti. Hún
eignaðist enga vini í þorpinu, og séra Gísla frænda sinn heimsótti hún
aldrei.
Annars liðu dagamir eins og þeir höfðu alltaf gert, og urðu að vikum,
árum og áratugum. Þegar þetta var, hafði orðið tími aðra merkingu en nú
á dögum, og hefði presturinn farið að tala um tímaskort eða tómstundir
af stólnum, þá hefði enginn vitað hvað hann var að fara. Að vísu þekktu
allir á klukku í plássinu og sumir áttu meira að segja vasaúr með
rómverskum tölum, en hér voru það máttarvöldin sem mældu mönnum
og skepnum tíma. Haustvertíð byrjaði um vetumætur og stóð til jóla;
vetrarvertíð frá nýári fram á einmánuð. Með góutunglinu kom heilag-
fiskið, og selur var veiddur milli fardaga og Jónsmessu. Þannig reif
skaparinn dagana hægt og skipulega af dagatalinu, og vindurinn tók þá
og feykti þeim — eitthvað út í buskann.
Henningsen lyfsali var farinn að safna ístru, og Kolfinna þurfti sífellt
að vera að vflíka buxumar hans; sjálf var hún holdgrönn, nánast skarp-
holda og grá slikja komin á svarta hárið.
Hólmnesingar sáu apótekarann og ráðskonu hans naumast lengur
fyrir sér sem elskendur. Saga þeirra, sem fólki fannst áhugaverð framan
36
TMM 1992:2
k