Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 38
breytingarlausir eins og lykkjur á prjóni, og það sem menn kalla framfarir lét lítt á sér kræla, og í sveitinni var allt með sömu ummerkjum og verið hafði öldum saman. Hólmnesingar héldu áfram að sækja sjóinn og vafstra kringum þurra- búðir sínar eins og feður þeirra og afar höfðu gert á undan þeim. Stundum urðu þeir þó æði kappsfullir enda sjálfgefið að á slíkum stað kemst enginn lífs af án þess að búa yfir töluverðri hörku. Sjaldnast beindu þeir þó spjótum sínum hver gegn öðrum, en strituðu skipulega eins og maurar í þúfu. Flestir höfðu í sig og á sem kallað er, en fátæktin var þó alla jafna nægileg til þess að viðhalda gæsku hjartans. Henningsen apótekari naut trausts á staðnum. Hann hafði orð á sér fyrir að vera lipur, en þó hæfilega fyrirmannlegur; gekk ekki hart eftir greiðslum, og sagt var að fátæklingar fengju stundum hjá honum meðul án þess að borga þau nokkurn tíma. Þegar hann stóð ekki í apótekinu sat hann og las í stofu sinni, eða gekk úti með hundinn. Stundum þáði hann heimboð og stöku sinnum komu til hans gestir og þótti hann góður heim að sækja. Kolfinna var orðin gróin í ráðskonustöðunni og sá um allt heimilishald af myndarskap. Fólki fannst hún kuldaleg í viðmóti. Hún eignaðist enga vini í þorpinu, og séra Gísla frænda sinn heimsótti hún aldrei. Annars liðu dagamir eins og þeir höfðu alltaf gert, og urðu að vikum, árum og áratugum. Þegar þetta var, hafði orðið tími aðra merkingu en nú á dögum, og hefði presturinn farið að tala um tímaskort eða tómstundir af stólnum, þá hefði enginn vitað hvað hann var að fara. Að vísu þekktu allir á klukku í plássinu og sumir áttu meira að segja vasaúr með rómverskum tölum, en hér voru það máttarvöldin sem mældu mönnum og skepnum tíma. Haustvertíð byrjaði um vetumætur og stóð til jóla; vetrarvertíð frá nýári fram á einmánuð. Með góutunglinu kom heilag- fiskið, og selur var veiddur milli fardaga og Jónsmessu. Þannig reif skaparinn dagana hægt og skipulega af dagatalinu, og vindurinn tók þá og feykti þeim — eitthvað út í buskann. Henningsen lyfsali var farinn að safna ístru, og Kolfinna þurfti sífellt að vera að vflíka buxumar hans; sjálf var hún holdgrönn, nánast skarp- holda og grá slikja komin á svarta hárið. Hólmnesingar sáu apótekarann og ráðskonu hans naumast lengur fyrir sér sem elskendur. Saga þeirra, sem fólki fannst áhugaverð framan 36 TMM 1992:2 k
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.