Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 39
af, virtist vera að renna út í sandinn, og Henningsen og Kolfinna voru eins og brúður með slitna strengi. Á stað eins og Hólmanesi, þar sem lífið var óumbreytanlegt eins og niður hafsins og garg sjófuglanna, var hreint ekki auðvelt að fítja upp á nýjum ævintýrum, auk þess sem Hólmnesingar voru siðsemin sjálf. Að vísu kom það fyrir að barn skaust í heiminn án þess að líkjast föður sínum, en var aftur á móti lifandi eftirmynd nágrann- ans. Af þessu spruttu sögur sem náðu vissulega lengra en í næsta hús, en þær urðu sjaldnast langlífar. Bömin voru skráð í kirkjubækumar löglega feðruð, og þar með var allt klappað og klárt; en þorpsbúar skrifuðu þó nafn hins rétta föður bak við eyrað, þar sem það geymdist upp frá því. En það geta ekki allar sögur endað illa og einhvemtíma hljóta elskend- ur að ná saman, og árið sem nýja kirkjan var vígð í Hólmanesi hélt Kolbeinsen kaupmaður brúðkaup tveggja yngstu dætra sinna. Henn- ingsen apótekari fékk boðskort á dönsku sem á var prentað orðið „gala“ og hann fór í kjólfötin sín og setti upp pípuhatt; í veislunni var hann ágætlega glaður að sögn og reykti vindla með gylltu belti. Eftir óveðrið var himinninn sundurtættur og skýin lágu eins og blekkless- ur á við og dreif um festinguna. Niðri við ströndina urraði sjórinn reiðilega og handan flóans sveipuðust fjöllin grárri mósku. Það var komið fram í nóvember og stormurinn hafði þyrlað snjónum saman í blakka skafla hingað og þangað um þorpið. Uppi á berum sýslumannshólnum reis fánastöng og á henni miðri blakti rauður og hvítur fáni í andvaranum. Þessa óveðursnótt hafði læknirinn vaknað við að einhver barði hús hans utan. Á tröppunum stóð Kolfinna Sveinsdóttir með hárið allt í óreiðu. Læknirinn var fljótur að hafa sig til, og fór síðan með henni út í apótekið. Þau gengu upp á loftið — og þar á ganginum lá Henningsen lyfsali á gólfinu í náttfötunum; augu hans voru opin og munnurinn sömuleiðis. Læknirinn sá fljótt að hér var allt um seinan — apótekarinn var látinn. Kolfinna hafði hrokkið upp við einhvern dynk; hún opnaði hurðina og gekk fram á ganginn, en hnaut þá um einhverja þúst á gólfinu; hún sneri við til þess að ná í ljós og þegar hún kom með kertið sá hún Henningsen liggjandi á gólfinu með opin augu. Henningsen lyfsali var grafinn í gamla kirkjugarðinum þar sem nú er ógirtur grasbali og aðeins einn legsteinn með svo máðu letri, að ekki er hægt að lesa á hann lengur. Næstum allt þorpið fylgdi honum til grafar. TMM 1992:2 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.