Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 39
af, virtist vera að renna út í sandinn, og Henningsen og Kolfinna voru
eins og brúður með slitna strengi. Á stað eins og Hólmanesi, þar sem lífið
var óumbreytanlegt eins og niður hafsins og garg sjófuglanna, var hreint
ekki auðvelt að fítja upp á nýjum ævintýrum, auk þess sem Hólmnesingar
voru siðsemin sjálf. Að vísu kom það fyrir að barn skaust í heiminn án
þess að líkjast föður sínum, en var aftur á móti lifandi eftirmynd nágrann-
ans. Af þessu spruttu sögur sem náðu vissulega lengra en í næsta hús, en
þær urðu sjaldnast langlífar. Bömin voru skráð í kirkjubækumar löglega
feðruð, og þar með var allt klappað og klárt; en þorpsbúar skrifuðu þó
nafn hins rétta föður bak við eyrað, þar sem það geymdist upp frá því.
En það geta ekki allar sögur endað illa og einhvemtíma hljóta elskend-
ur að ná saman, og árið sem nýja kirkjan var vígð í Hólmanesi hélt
Kolbeinsen kaupmaður brúðkaup tveggja yngstu dætra sinna. Henn-
ingsen apótekari fékk boðskort á dönsku sem á var prentað orðið „gala“
og hann fór í kjólfötin sín og setti upp pípuhatt; í veislunni var hann
ágætlega glaður að sögn og reykti vindla með gylltu belti.
Eftir óveðrið var himinninn sundurtættur og skýin lágu eins og blekkless-
ur á við og dreif um festinguna. Niðri við ströndina urraði sjórinn
reiðilega og handan flóans sveipuðust fjöllin grárri mósku. Það var komið
fram í nóvember og stormurinn hafði þyrlað snjónum saman í blakka
skafla hingað og þangað um þorpið. Uppi á berum sýslumannshólnum
reis fánastöng og á henni miðri blakti rauður og hvítur fáni í andvaranum.
Þessa óveðursnótt hafði læknirinn vaknað við að einhver barði hús
hans utan. Á tröppunum stóð Kolfinna Sveinsdóttir með hárið allt í
óreiðu. Læknirinn var fljótur að hafa sig til, og fór síðan með henni út í
apótekið. Þau gengu upp á loftið — og þar á ganginum lá Henningsen
lyfsali á gólfinu í náttfötunum; augu hans voru opin og munnurinn
sömuleiðis. Læknirinn sá fljótt að hér var allt um seinan — apótekarinn
var látinn. Kolfinna hafði hrokkið upp við einhvern dynk; hún opnaði
hurðina og gekk fram á ganginn, en hnaut þá um einhverja þúst á gólfinu;
hún sneri við til þess að ná í ljós og þegar hún kom með kertið sá hún
Henningsen liggjandi á gólfinu með opin augu.
Henningsen lyfsali var grafinn í gamla kirkjugarðinum þar sem nú er
ógirtur grasbali og aðeins einn legsteinn með svo máðu letri, að ekki er
hægt að lesa á hann lengur. Næstum allt þorpið fylgdi honum til grafar.
TMM 1992:2
37