Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 55
inu. Hann stóð upp að nýju og fetaði sig aftur að hillunni. Umslagið datt næstum niður í höndina á honum án þess að hann snerti það, svo laust og létt þegar varðengillinn yfir því var á bak og burt. Hann hafði ætlað að nota þessa peninga til að borga brú sem hafði verið smíðuð í hann í neðri góm, en hann hafði ekki komist til að sækja. Kannske gerði ekkert til þótt það biði ögn lengur. Hann tók seðlana einn af öðrum upp úr umslaginu og kreisti einn og sérhvem af þeim varlega dálitla stund, meðan hann hugsaði um hvað hann ætti að láta hana hafa mikið. Svo stakk hann þeim aftur í umslagið, næstum í flýti. Hún skyldi fá það allt, fjömtíu krónumar líka. — Veistu að ég elska þig fyrir þetta, sagði hún, þegar þau sátu á ný hvort á móti öðm, og það var ekki laust við að það vottaði fyrir roða í kinnunum á henni og einhverju hitasóttarkenndu í augnaráðinu þegar hún braut umslagið í femt og tróð því í vasann. Stórt, gyllt tár rann hratt niður hamingjusamt andlitið á englinum, eins og til að undirstrika þessa ástarjátningu hennar. — Ég borga þér, ég sver það, stamaði hún svo og svipurinn þegar hún horfði á hann sýndi að henni var alvara. En hún mundi ekki borga honum og það var allt í lagi. Hann vissi upp á hár að hann hafði gert skyssu, en hann naut þess. — Þú ert sko „amico“ — „un vero amico si conosce nel bisogno“. Veistu að ég er búin að læra soldla ítölsku? Hún brosti og var hætt að vera hátíðleg. — Hver er þessi maður ... þessi sem kaupir miðann? Hann átti erfitt með að koma upp orðunum og fann til píslarvættis og afbrýðisemi gagnvart þessum ókunna manni, sem mundi fá hana til sín bara sisona — meira að segja á hans kostnað. — Það er strákur, sagði hún og reyndi að hlæja, en það var þykjustu- hlátur eins og áðan og nú kom hann illa við hann. — Hann heitir Sylvíó, sagði hún og fór skyndilega að stara í spegilinn, meðan hún neri á sér munnvikin til þess að stijúka burt ímyndaða varalitarklessu. — Hann rekur stað í Flórens. — Stað? — Það er hamborgarasjoppa, sú vinsælasta í borginni, enda á hann nóga peninga. — Og hvenær kynntistu honum? TMM 1992:2 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.