Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Qupperneq 55
inu. Hann stóð upp að nýju og fetaði sig aftur að hillunni. Umslagið datt
næstum niður í höndina á honum án þess að hann snerti það, svo laust
og létt þegar varðengillinn yfir því var á bak og burt. Hann hafði ætlað
að nota þessa peninga til að borga brú sem hafði verið smíðuð í hann í
neðri góm, en hann hafði ekki komist til að sækja. Kannske gerði ekkert
til þótt það biði ögn lengur. Hann tók seðlana einn af öðrum upp úr
umslaginu og kreisti einn og sérhvem af þeim varlega dálitla stund,
meðan hann hugsaði um hvað hann ætti að láta hana hafa mikið. Svo
stakk hann þeim aftur í umslagið, næstum í flýti. Hún skyldi fá það allt,
fjömtíu krónumar líka.
— Veistu að ég elska þig fyrir þetta, sagði hún, þegar þau sátu á ný
hvort á móti öðm, og það var ekki laust við að það vottaði fyrir roða í
kinnunum á henni og einhverju hitasóttarkenndu í augnaráðinu þegar hún
braut umslagið í femt og tróð því í vasann. Stórt, gyllt tár rann hratt niður
hamingjusamt andlitið á englinum, eins og til að undirstrika þessa
ástarjátningu hennar. — Ég borga þér, ég sver það, stamaði hún svo og
svipurinn þegar hún horfði á hann sýndi að henni var alvara. En hún
mundi ekki borga honum og það var allt í lagi. Hann vissi upp á hár að
hann hafði gert skyssu, en hann naut þess.
— Þú ert sko „amico“ — „un vero amico si conosce nel bisogno“.
Veistu að ég er búin að læra soldla ítölsku? Hún brosti og var hætt að
vera hátíðleg.
— Hver er þessi maður ... þessi sem kaupir miðann? Hann átti erfitt
með að koma upp orðunum og fann til píslarvættis og afbrýðisemi
gagnvart þessum ókunna manni, sem mundi fá hana til sín bara sisona
— meira að segja á hans kostnað.
— Það er strákur, sagði hún og reyndi að hlæja, en það var þykjustu-
hlátur eins og áðan og nú kom hann illa við hann. — Hann heitir Sylvíó,
sagði hún og fór skyndilega að stara í spegilinn, meðan hún neri á sér
munnvikin til þess að stijúka burt ímyndaða varalitarklessu. — Hann
rekur stað í Flórens.
— Stað?
— Það er hamborgarasjoppa, sú vinsælasta í borginni, enda á hann
nóga peninga.
— Og hvenær kynntistu honum?
TMM 1992:2
53